Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 20

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 20
20 Trilluútgerð er gjaman sveipuð rómantík. Trillukallinn, ein- yrkinn sem rær til fiskjar til móts við sólarupprásina og snýr aftur til hafnar að kveldi með bátinn fullan af ferskum fiski. Ómurinn af vinalegu vélarhljóði trillunnar berst til 'eyma bama sem hlaupa niður á bryggju og taka á móti hetju hafsins sem dregið hefur björg úr hafi dægurlangt. Maðurinn og hafið, einstaklingsframtakið og sjálfsbjargarviðleitnin í sinni fmmstæðustu og skýrustu mynd. „Óneitanlega er ákveðin rómantík í kringum trillusjó- mennsku. Frelsið er mikið og tvímælalaust einn helsti kost- urinn við trillusjómennskuna. A móti kemur löng útivera og fjarlægð frá fjölskyldu, sérstaklega yfir sumartímann," segir Hafsteinn Þorsteinsson, 53 ára trillusjómaður á Eiríki rauða RE 204. Hafsteinn er uppalinn á Ströndum og hefur verið til sjós frá 15 ára aldri þegar hann var messagutti á varðskipinu Ægi. „Eg ætlaði aldrei að verða sjómaður, vildi frekar læra einhverja iðn. í þá daga voru tækifæri fá og segja má að sjór- inn hafi verið þrautalending.“ Sextán ára var Hafsteinn kominn til veiða á Hval 7 og lagði stund á hvalveiðar allt til 1989 þegar hvalveiðum lauk. Á þeim tíma aflaði Hafsteinn sér stýrimannsréttinda frá Stýri- mannaskólanum og var lengi vel 1. stýrimaður á Hval 9 en lauk hvalveiðiferlinum sem stýrimaður á Hval 8. „Hvalveiði- tímabilið var rétt yfir sumartímann og ég brúaði tímann yfir vetrarmánuðina á hinum og þessum bátum. Eftir að hval- veiðunum lauk sneri ég mér að smábátaútgerðinni og hef stundað sjóinn á Eiríki rauða alla tíð síðan,“ segir Hafsteinn. Langur vinnudagur Hafsteinn siglir ávallt einn og útivera hans er mikil yfir sum- artímann. „Á vorin og fram undir miðjan júní er ég mikið til fyrir utan Sandgerði og Grindavík. Þá færi ég mig norðar, út fyrir Snæfellsnesið og til Vestfjarða og er þar út fiskveiðiárið SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 10.JÚNÍ, 2001 * l . 5 |prMg| / '<«r \ | - - w. || tafe m. fi í! 1 „Óneitanlega er ákveðin rómantík í kringum trillusjómennsku. Frelsið er mikið og er tvímælalaust einn helsti kosturinn við trillusjómennskuna. Á móti kemur löng útivera og fjarlægð frá fjölskyldu," segir Hafsteinn Þorsteinsson, trillukall. Rómantfkin og trillan sem miðast við 1. september. Yfir vetrarmánuðina er ég yfirleitt á ýsu hér utan Reykjavíkur." Vinnutími Hafsteins miðast ekki við dæmigerða 40 stunda vinnuviku land- krabbanna, langt því frá. „Vinnudagurinn hefst að öllu jöfnu um kl. 5 á morgnana og ég er að skila mér í land um kl. 9 til 11 að kvöldinu. Ég kann vel við þetta og ef ég er þreyttur yfir daginn þá kasta ég mér út af í klukkustund eða svo, það munar miklu,“ segir Hafsteinn en bætir við að trillusjósókn sé mikið háð veðri. „Þetta eru litlir bátar og ekki hægt að bjóða þeim hvað sem er.“ Á löngum ferli til sjós hefur Hafsteinn lent í ýmsu og segist einu sinni hafa komist í hann krappan. „Ég fékk á mig brot árið 1992 þegar ég var á miðunum fyrir vestan. Báturinn fylltist af sjó en ég náði að ausa og komast í land af eigin rammleik. Ég var í raun ekki smeykur, náði að setja út björgunarbát og senda út neyðarkall sem er algert lykilatriði við aðstæður sem þessar," segir Hafsteinn. Veturinn erfiðastur Eiríkur rauði lá bundinn við bryggju í smábátahöfninni í Reykjavík þegar blaðamaður náði tali af Hafsteini. Bátur- inn var nýlega kominn úr árlegri skoðun Siglingastofnun- ar og fékk að vanda grænt ljós. „Þetta er farsæll bátur og veiðin hefirr gengið upp og ofan eins og tfðkast,“ segir Haf- steinn og aðspurður um tölur segir hann að dagstúrinn skili um 1,5 til 2 tonnum að öllu jöfnu. „Veturinn er erfið- asti tíminn, þá er minnst fiskirí og minnsta afkoman. Ég held að trillukallar í dag hafi ekki of mikið á milli hand- anna, það er oft ekki mikill afgangur og erfitt getur verið að láta enda ná saman. Ný lög um kvótasetningu smábáta á ufsa, ýsu og steinbít koma sér illa. Kvótalitlir bátar hafa drýgt tekjurnar með veiðum á fisktegundum utan kvóta.“ Hafsteinn segir trillusjómenn nútímans yfirleitt af- sprengi fiskveiðistjórnunarkerfisins og nýrra viðskipta- hátta stórútgerðarmanna. „Meirihluti trillusjómanna í dag eru fyrrverandi sjómenn á vertíðarbátunum gömlu. Sífelldar sameiningar- og hagræðingaraðgerðir sjávarút- vegsfyrirtækja hafa orðið til þess að framboð eftir plássum á skipum hefur minnkað og margir sjómenn horfið til trilluútgerðar sér til lífsviðurværis. Hinn eiginlegi trillu- kall, sem reri til fiskjar á sumrin en tók sér annað fyrir hendur yfir vetrartímann, er svo gott sem horfinn," segir Hafsteinn og segir fiskveiðistjórnunarkerfið vera þar stærsta áhrifaþáttinn. Ekki á leiðinni í land Á þeim tíma, sem Hafsteinn hefur stundað sjóinn, hefur margt breyst í útbúnaði báta. „Það eru komnar öflugri vél- ar í trillurnar og lögun bátanna hefur verið að breytast. Staðsetningartækin eru betri og tölvuvindurnar verða sí- fellt fullkomnari svo dæmi séu tekin. Annars hafa trill- umar breyst minna en stærri bátar, útbúnaðurinn er að mestu leyti sá sami nú og fyrir rúmum áratug þegar ég hóf trilluútgerð." Eiríkur rauði og Hafsteinn hafa lengi átt samleið og ekki sér fyrir endann á henni því Hafsteinn segist ekki á leiðinni í land. „Ég kann vel við þetta starf og það hefur ekki hvarflað að mér að hætta. Það er heldur ekki hlaup- ið að því að fá vinnu í landi. Þó að útiveran sé talsverð í trillusjómennskunni er hún lítil miðað við hvalveiðarnar hér áður fyrr. Konan og börnin eru flestu vön og hafa góð- an skilning á þessu. I raun er ég mikið heima við nú mið- að við hér áður fyrr,“ segir Hafsteinn Þorsteinsson um leið og hann leggur úr höfn. Stefnan er sett á Sandgerði og vinalegt trilluhljóðið deyr út í hafnarmynninu.

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.