Landneminn - 01.12.1948, Page 9

Landneminn - 01.12.1948, Page 9
Æskulýðsíylkingin átti nýlega tíu ára aimœli. í tilefni af því hefur fyrsti forseti FYlkingarinnar ritað fyrir blaðið grein þá. sem hér fer á eftir. EFTIR EGGEliT ÞORBJARNARSON. Fyrir rúmlega tíu úrum hófst mikil hreyfing fyrir sameiningu allra íslenzkra sósíalista, eldri sem yngri. Einn þáttur þessarar sameiningarhreyfingar var stofn- un Æskulýðsfylkingarinnar — Sambands ungra sósí- alista. Islenzka auðvaldið óttaðist þessa sameiningu meir en allt annað. Og rétt eftir stofnun Fylkingarinnar gerði borgarastéttin hatursfulla tilraun með hinum víðfrœga Finnagaldri til þess að einangra hin sam- einuðu sósíalistasamtök og kæfa þau í fæðingunni. Heimdallarbílar óku um götur Reykjavíkur og boðuðu í hátölurum til æsingafunda gegn íslenzkum sósíalist- um. Og Alþýðuflokksmaðurinn Ingimar Jónsson, skóla- stjóri, lagði til á fundi í Iðnó, að Sósíalistaflokkurinn og Æskulýðfylkingin skyldu ofsótt og bönnuð. Þessi herferð auðvaldsins gegn sósíalistum var mik- ið próf á Æskulýðfylkinguna. En hún stóðst það, eins og hún stóðst með sæmd Tékkagaldursaðförina að íslenzkum sósíalistum síðastliðinn vetur. Þegar nokkrir menn skildu við Sósíalistaflokkinn árið 1939, svaraði hin sósíalistiska æska með því að ganga hóp- um saman í Sósíalistafélag Reykjavíkur. Ut úr atlögu auðvaldsflokkanna að hinum ungu sósíalistasamtökun, kom Æskulýðfylkingin sterkari og þróttmeiri bæði að meðlimatölu til sem og andlegum þrótti. — Á 10 ára æfi sinni hefur Æskulýðsfylkingin ætíð verið I fylkingarbrjósti baráttunnar fyrir sjálfstæði og fullveldi Islands, og gert ítrekaðar tilraunir til þess að skapa víðtæka einingu íslenzkrar æsku um verndun hins unga sjálfstæðis. Nauðsyn þessarar baráttu hefur verið og er því meiri, sem þjóðin stendur nú andspænis opinberri ásælni erlends slórveldis, sem j)egar hefur fótfestu í landinu, en þó ekki síður fyrir það, að hin ráðandi öfl íslenzkrar borgarstéttar heyja nú grímu- lausa baráttu fyrir j)ví, að ísland gangi erlendu stór- veldi algerlega á hönd og innlimi sig sjálft í hernaðar- kerfi þess. Svo lágt leggjast j>au að staðhæfa, að þjóð- erni íslendinga sé ekki orðið mikils virði, og að Is- lendingar eigi ekki að láta stjórnast af viljanum til að lifa sem sérstök og fullvalda þjóð. Ég er ekki í neinum vafa um j)að, að í jæirri báráttu, sem framundan er fyrir tilveru og sjálfstæði íslenzku j)jóðarinnar, mun Æskulýðfylkingin verða áfram í fylkingarbrjósti og efla starf sitt fyrir rétti Islendinga til lands síns, minnug J)ess arfs, er for- feður ellefu alda liafa gefið okkur, minnug þess lieil- hrigða ])jóðarstolts,sem sérhverjum ungum íslending verður að búa í brjósti. — Æskulýður Islands hefur notið þeirra lífskjara og menntunarmöguleika á undanförnum árum, sem ekki eru önnur dæmi til í sögu þjóðarinnar. Hraust og velbyggð kynslóð hefur vaxið upp, vegna þess, að alj)ýðusamtökin og framfaraöfl þjóðarinnar gáfu auð- mannaklíku Islands ekki óskorað tækifæri lil að sölsa undir sig hinn vaxandi þjóðarauð stríðsáranna. I þess- ari baráttu hafa ungir sósíalistar hvarvetna um land átt drjúgan þátt. En nú stendur þessi sami æskulýður andspænis því, að lífskjörin eru rýrð með hverjum mánuðinum sem liður. Nokkur hluti unga fólksins er þegar farinn að kenna á atvinnuleysinu, sein fyrir 10 árum grúfði yfir lífi þúsunda ungmenna. Dýrtíð og húsnæðisvandræði verða æ tilfinnanlegar á vegi unga fólksins í leit þess að hamingusömu lífi. Fjárhagslegir möguleikar a^sk- unnar til framhaldsnáms eru þegar farnir að þrengjast. öll ])essi þróun grundvallast á þeirri afturhaldssömu LANDNEMINN 9

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.