Landneminn - 01.12.1948, Page 22

Landneminn - 01.12.1948, Page 22
Rakcl Eftir Erskine Caldwell Á hverju kvöldi kom hún niður eflir gegnum myrk- ur liúsasundsins. og birtist skyndilega í björtu Ijósi götunnar eins og óttaslegið barn, sem hefur villzt að heiman. Eg vissi að bún kom aldrei út úr húsa- sundinu fyrr en klukkan átta og þó hljóp ég þangað sum kvöldin tveim tímum fvrr og beið hjá stóra rauð- og grænmálaða vatnspóstinum þangað til hún kom. í alla þá mánuði, sem ég hafði þekkt hana, hafði hún aðeins tvisvar eða þrisvar komið of seint, og þá var klukkan aðeins tíu mínútur yfir átta, J>egar hún kom. Kakel hafði aldrei sagt mér hvar lnin átti heima og hún vildi aldrei leyfa mér að fara heim með sér. Þar sem húsasundið byrjaði, við vatnsj>óstinn, voru dyrnar, sem hún kom út um klukkan álta, dyrnar, sem lokuðust að baki henni klukkan tíu. Þegar ég hað hana leyfis til að fara heim með henni, afsakaði hún sig alltaf og sagði, að faðir sinn vildi ekki að hún væri með strákum og ef hann sæi okkur saman mundi hann berja liana miskunnarlaust eða reka hana frá sér. Af |>essum ástæðum hélt ég loforð mitt og fór aldrei lengra með henni en þangað sem húsa- sundið byrjaði. „Ég skal alltaf koma niður eftir að finna þig á kvöldin, Frank,“ sagði lnin og bætti við í flýti, „eins lengi og þú óskar eftir, að ég komi. En þú verður að muna loforð þitt, að reyna aldrei að komast að því hvar ég á heima og ekki reyna að fara heim með mér.“ Ég sór og sárt við lagði. „Ef til vill geturðu einhverntíma komið að heim- sækja mig,“ hvíslaði hún og snerti handlegg minn, ,,en ekki núna. Þú mátt aldrei fara lengra en að vatnspóstinum, fyrr en ég gef |>ér leyfi til þess.“ llakel hafði sagt J>etta við mig í næstum livert skipti sem ég hitti hana, eins og hún vildi fá mig til að halda, að einhverskonar liætta fælist í myrkri húsasundsins. En ég vissi, að )>ar var engin slysa- hætta, J>ví að húsið okkar var á næsta leyti og ég var eins kunnugur í nágrenninu og hver annar. Auk J>ess var ég vanur að ganga um húsasundið, er ég kom heim á daginn, en J>annig gat ég stytt mér leið að bakdyrunum, J>egar ég var að verða of seinn í matinn. En J>egar dimmt var orðið, átti Rakel húsa- sundið, og ég fór aldrei |>á Ieið á kvöldin af ótta við J>að, sem ég kynni að sjá eða heyra til Rakelar. Ég hafði lofað henni undireins í uj>j>hafi, að ég skvldi aldrei elta hana til að komast að því hvar hún ætti héima og að ég skyldi aldrei reyna að fá vitneskju um hvert væri raunverulegt nafn hennar. Ég hélt orð mín til hins síðasta. Ég vissi að Rakel og foreldrar hennar voru fátæk, J>ví að hún hafði notað sama kjólinn í hér um bil heilt ár. Það var snjáður og slitinn baðmullarkjóll í föln- uðum bláum lit. Ég hafði aldrei séð óhreinindi á hon- um og ég vissi, að hún þvoði liann á hverjum degi. Hann hafði margsinnis verið bættur af stakri vand- virkni, og á hverju kvöldi sem ég sá hana varð ég áhyggjufullur af því, að ég vissi, að kjóllinn mundi ekki geta enzt mikið lengur. Ég var stöðugt hræddur um að kjóllinn mundi J>á og þegar rakna sundur og mig hryllti við J>ví, að sú stund gæti runnið uj)j). Mig langaði til þess að bjóða henni að kauj>a handa henni kjól fyrir þá fáu dollara, sem ég átti í sparibauknum, en ég þorði ekki einu sinni að minnast á slíkt við hana. Hún mundi ekki hafa leyft mér að gefa sér )>eninga, og ég vissi ekki hvað taka skyldi til bragðs, 22 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.