Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 9

Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 9
JÓNATAN JÓNSSON: Hvöt Andar köldu um íslands byggðir ókyrr nótt, sem fer um lönd. Skýjaklakkar hnýttum hnefa halda fast um refsivönd. Snögg og váleg veðrabrigði vigja tárum dœmda ey. Hrekja öldur óláns blakkar öskuvisið þjóðarfley. Gegnum úlfgrá ígulvirki urðarmáni bleikur fer. Geiminn syrtir banablika. Blóði spýtir styrjarhver. Haftröll œða enn með ströndum eimi spúa og dauðaglóð. Leifturskin af loftsins göndum leika um storð og kvíðna þjóð. Ennþá drekka œstir lýðir eitri blandna styrjarveig. Hugir hverfast hatri þrungnir, hjörtun slá af duldum geig. Óskabarni Atlantsstrauma ögrar nom við Skuldar brunn. — Brúnaköld úr keri stökkvir kveldsins blóði um frelsisunn. ~— ------------— Út úr gröfum íslands stígur endurborin dauðra sveit. Rotnuð mold í rósarlíki ryður braut í frelsisleit. Feðra vorra faðminn opnar Fjörgyn hlý á móti sól. Helgar mundir biðja í blœnum blítt um náð og eilíft skjól. Fennir kyntar frelsisglóðir fyrir svika refsidóm. íslands liðnu leiðarsólir lauga tárum visin blóm. Skáldin hvessa skarpar brúnir, skammvinns sakna glœsibrags. Strengir titra, tregans harpa tryggðir vekur liðins dags. Ennþá fjöllin föðmum binda frostsins bál og eldsins glóð. Ennþá stjörnur augum lýsa œgikaldri fannaslóð. Ennþá huldar hamravœttir helgan kyrja „Rammaslag". Ennþá brattir auðnutindar Islands varða frelsisdag. Standið vörð og stílhvöss dœmið stjarfa lund og teprusál, auðsins þrœl með eðli geitar, erlend völd og sleikjumál. Þó að tímans svanur syngi sœrðri veröld dauðabrag, vonum samt, — að guð og gœfa gisti Frón með bjartan hag. LANDNEMINN 9

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.