Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 6

Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 6
------------------------- Kristján frá Djúpalæk : GUÐIR OG GULL Ef Gnðina bað ég að gefa mér hvíld, þeir gerðu það oftast nœr. Til dæmis svaf ég mér sjálfum til skammar síðast í gær. Eins hef ég beðið um æfintýri, ástir og þvíumlikt, sem gefur lífinu gildi, meðan það varlr. Og Guðlrnir virtust ei sparir á slíkt. En bæði ég um, að mér gæfist gull, þá gerðust þeir heyrnarsljóir scm ull væri þjappað í eyrun fast. Og eru þó málmar nógir taldir á jörðu til. Nú, örlítill skammtur af mótaðri mynt til matar- og spjarakaupa er allt, sem ég eignast vil. — En þetta er eitt af því ærið fáa á æfinnar för, sem ég skil. Pví ungur heyrði ég hljóma rödd frá hímneskum Guðakór. Og röddln sagði: ég ræð þér bróðir að rækta þá jörð, sem nú er þín móðir, af starfi þú verður stór. 1 sveita þíns andlits seð þitt hungur, og sjá, þú verður til grafar ungur. En vei þeim, sem guði glata. Því ástvini mínum ég gleðl gef, en gullið þeim, sem ég hata. V-------------------------------------------------------J Iíjörleifur GuUormsson: Nveitafólk ogr verkalýðnr Allt frá því, er bæir fóru að vaxa hér á landi og fólki að fækka i sveit- um, hefur borið á nokkrum mis- skilningi milli sveitabúa og fólks- ins, sem vinnur við sjávarsíðuna. Þetta kemur víða í ljós, í ræðu og riti. oft sem tortryggni eða jafnvel öfund og ber keim af gróusögum. Þetta er nágrannakritur, sem fvrst og fremst er sprottinn af vanbekk- ingu og vanmati. Hveriir eiga hér mesta sök á, skal ekki fullvrt. En svo mikið er víst, að af vissum áVifamiklum aðilum hefur vevið ró- iðið undir þennan hugsunarhátt af kappi Þntta birtist ekki sízt í afstöðu meiriMuta bænda og búaliðs til verkalvðshrevfina:arinnar og kiara- baráttu verkafólks í bæjum og kaup- stöðum. Bændur taka vfirleitt af- stöðu gegn benni siáandi ekki. að um leið eru beir að höffrrva niður 'þann meið, er afkoma þeirra bvgg- ist á, grafa sína eigin gröf. Afurð- ir sveitanna eru nær eingöngu seld- ar á innanlandsmarkað'. o<r sé ekki kaupgeta fvrir bendi hjá fiöldanum, hlýtur bað að koma niður á söl- unni. TTm sölu á erlendan markað er varla að ræða, eins og búskanur er rekinn nú í dav. en að siálfsövðu þarf að vinna að því í framtíðinni, að svo geti orðið. Hér er landbúnaður víðast hvar rekinn sem einvrkiabúskapur, lítið um stórbú með aðkevptu vinnuafli, nema þá lítinn hluta af árinu. Bænd- ur vinna því nær eingöngu sjálfir að framleiðslu afurða sinna og margir vinna þeir langan og strang- an dag. Og þótt bóndinn sé sjálf- stæður atvinnurekandi og eigi oft- ast nær jörð sína, er almennt ekki um arðrán að ræða af hans hálfu. Af þessu má ljóst vera, að hags- munir þorra bænda annarsvegar og verkalýðsins hinsvegar stangast ekki á, heldur falla í meginatriðum í sama farveg. Þær félagslegu aðstæður, sem skapast af atvinnuháttum dreifbýl- isins, eiga nokkum þátt í því, að sveitafólk áttar sig illa á stéttabar- áttu þéttbýlis, skilur ekki eðli hennar og orsakir. En hitt er þó þyngra á metunum, að fátt er til sparað af íhaldinu á íslandi, til 'þess að hún öðlist ekki þann skiln- ing. Því að færi svo, gæti viljað til, að pyngjur gróðamanna þeirra, er á spilunum halda, færu að léttast. Þeirra viðleitni beinist fyrst og fremst að því að hindra samein- ingu starfandi stétta — sameiningu alþýðunnar — undir eitt merki, hvort sem hún á heima í sveit eða borg. Áróðursaðstaðan er ójöfn, leikur- inn að því leyti ójafn. En þeim mun betur þurfa sósíalistar til sjávar og sveita að starfa, treysta tengslin sín á milli og rjúfa þann þröngsýnis- múr, sem reynt er að hlaða fyrir mynni dalanna, milli fólksins í dalnum og fólksins á ströndinni. Ef okkur á að búnast vel, ef okk- ur á að takast að endurheimta og síðan að verja sjálfstæði okkar, verður það fólk, sem skapar þjóð- artekjurnar hörðum höndum, að vinna saman, að standa saman, og setja lög í landi svo sem hagsmunir þess segja til um. Það er ekki sízt æskunnar, karla sem kvenna, að vinna að þeirri einingu. 6 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.