Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 11

Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 11
Frúin er háttuð og hefur sofnað út frá lestri. Bókin, Morð í Mexico, liggur opin á sænginni. Hann flýtir sér að tína af sér spjarirnar, og þegar hann lyftir upp sænginni til að komast undir hana, kemur í ljós að frúin hefur eftirlát- ið manni sínum mjög takmarkað rúm í hjónasænginni. Hún liggur í næstum því vinkil- beygju, svo að það er aðeins örmjótt bil út við stokkinn, alltof lítið fyrir þrekvaxinn karlmann. Osköp var manneskjan fyrirferð- arn.ikil. }fann hugsar til þess með eftirsjá, að hann skyldi ekki þegar í upphafi vflja tvístæðu — hjónarúm aðskilin rueð brík. En húsrýmið hafði verið takmark- að á þeim árum, og þó að rýmkað- ist um síðar, höfðu þau ekki al- mennilega tímt að farga þessu hús- gagni, sem margar ánægjulegar minningar voru við tengdar, þrátt fyrir allt. Hann treður sér niður með brík- inni, spyrnir í hana hnjám og oln- boga og tekst að mjaka frúnni svo til hliðar, að hann fær pláss til að leggjast á bakið. Svo seilist hann í lampann, slekk- ur ljósið og býst til að sofna. Hugurinn hvarflar þó snöggvast til morgundagsins. Hann ætlaði að byrja á því að hringja í nokkra heildsala. Hvað var það nú helzt, sem hann þurfti að útvega fyrir verzlunina? Spur og kókakóla, kandís, fíkjur, margarín, já og tyggigúmmí, það ,var senn á þrotum. Svo þurfti að skrifa miðstjórn Lýðræðisflokksins viðvíkjandi framboðinu, og loks var það bæjarstjórnarfundurinn, ekki mátti gleyma honum. Þar mundi verða rætt um atvinnu- leysið í bænum og tillögur til úr- bóta. Ekki mundi standa á þeim rauöu að heimta vinnu handa öllum, sem ekkert höfðu að gera, og það mundi verða erfitt fyrir Lýðræðisflokkinn að standa á móti slíkum tillögum, svona rétt fyrir kosningarnar. Það var auðveldur leikur hinna, að heimta allt af öðrum og leggja svo út á versta veg, ef ekki var orð- ið við allri heimtufrekjunni. M.kil óskapleg plága voru þeir annars á hæjarfélaginu, þessir verkamenn. Engin stétt þjóðfélagsins var eins kostnaðarsöm fyrir það opinbera, og það var ekki minnsti efi á því, að hún var hundrað sinnum fjölmenn- ari en þörf var á. Vafalaust var það skynsamlegast frá sjónarmiði þeirra, sem hugsuðu eitthvað um hag bæjarfélagsins, að halda atvinnunni innan skynsam- legra takmarka og þá kaupgjaldinu jafnframt. Af því mundi leiða, að þeir verkamenn, sem ekki var endi- lega þörf fyrir í bænum, flyttu brott eða leituðu eitthvað annað eft- ir atvinnu. Þeim var það sannar- lega vorkunnarlaust, mönnunum; hafði hann ekki verið að heiman á fjórða mánuð, erlendis í verzlunar- erindum síðastliðið sumar; var þeim nokkuð vandara um en honum? . Nei, það varð ekki hjá því komizt að finna ráð til að fækka verkafólki í hænum, enda virtist nú þróunin fremur færast í þá átt, sem betur fór, og þaö mátti kannski ekki sízt þakka þrautseigu andófi Lýðræðis- flokksins gegn kröfupólitík hinna rauðu. En þó að úrræði Lýðræðisflokks- ins væru einföld og skynsamleg, var samt ekki hyggilegt að halda þeim mjög á lofti opinberlega. Það mundi verða nefnt afturhald, þröngsýni og fjörráð við verkalýðinn, eins og allt annað, sem hugsandi og ábyrgir menn vildu framkvæma með hag bæjarfélagsins fyrir augum LANDNEMINN 11

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.