Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 18

Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 18
þess, ef svo mœttl segja, Þar sem undir- staðan er að sjálfsögðu hið efnahagslega lýðræði. Þar sem yfirráð framleiðslutækjanna í borgaralegu þjóðfélagi eru í höndum til- tölulega fámennrar eignastéttar og lieirra pólitísku samtaka eða stjórnarvalda, sem hún setur tll aö reka erindi sitt, getur vissulega ekki verið þar um efnahagslýð- ræðl að tala, nema í mjög svo takmark- aðrl merkingu. Vegna yfirráða sinna yfir framlelðslutækjunum hefur eignastéttin nær öll efnahags- og fjárhagsvöld í þjóð- félaglnu, og þetta skapar henni nokkurs konar elnokunaraðstöðu, ekki aðelns á svlði atvinnumála, heldur einnlg í póli- tískum, félagslegum og menningarlegum efnum. Lærdómsrikt dæmi þessu til skýringar er skýrsia um skipan embætta eftir þjóðféiagsstéttum í Sviþjóð árlð 1947 (blrt i timaritinu „Fackförenings- rörelsen" nr. 47 það ár). Sænska hag- stofan skiptir þjóðinni i þrjár efnahags- stéttir: X., II. og III. eínahagsstétt, sem myndi svara til þess er vér köilum yfir- stétt, millistétt og verklýðsstétt. Sam- kveemt áðurnefndri skýrslu, sem fjallar um 183 hinna æðri embættismanna lands- ins, heyra 79,5 af hundraði þeirra I. efnahagsstétt, 17 af hundraði II. efnahags- stétt og aðeins 3,5 af hundraði þriðju efnahagsstétt. Fjórir íimmtu af hinum æðri embættismönnum þessa lýðræðis- þlóðfélags vo'-u þvi úr yfirstétt árið 1947. Ef vér nú tökum til greina, að I. efna- hagsstétt var aðeins 5,5 hundraðshlutar sænska þjóðfélagsins, II. 38,8 hundraðs- hlutar og III. 55,7 hundraðshlutar, þá sýnir einfaldur hlutfallarelkningur, að hlnir æðri embættlsmenn úr I. efnahags- stétt eða yfirstétt eru 230 sinnum fjöl- mennari en úr veíklýðsstétt ef miðað er við það, hversu miklu fjöimennari III. efnahagsstétt er i þióðféiaglnu en sú I. — Ef athuguð er stéttaskipting stúdenta vlð háskóla i Svíþjóð, kemur í Ijós, að efnastéttin, sem er ekki nema rúmur tuttugast! hlutl þjóðarinnar, á rúmlega þriðjung stúdentanna, en verklýðsstéttin, sem er allmiklu meira en helmingur þjóð- arinnar, á minna en tíunda hluta Þelrra. Þar myndi verkiýðsstétin standa 30—40 sfnnum verr að vígi en yfirstéttin. — Slík dæmi mætti halda áfram að tella til ellifðarnóns. Þau sýna, að um eínahags- lýðræðlð í borgaraiegu þióðfélagi er i rauninní ennþá verr ástatt en um hlð pólitíska. Af því, sem hér hefur verið sagt, ætti að vera IJóst, að i borgaralegu þjóðfélagi er siður en svo ríkjandi neitt fullkomið iýðræðisskipulag, eins og oft er látið t veðrl vaka af formælendum þessa þjóð- félags. Og þá er komið að því að svara spurn- ingunnl, sem var auglýst umræðuefni þessa fundar: Getur lýðræði þróazt i borgaralegu þjóðíélagi? Ef spurningin er skilin svo sem spurt sé, hvort lýöræði geti þróazt til íullkomn- unar i borgaralegu þjóðfélagi, þá verður tvimælalaust að svara því neitandi. Til þess að gera sér ljóst, að ekki getur orð- ið um fullkomið lýðræði að tala innan auðvaldsþjóðfélagsins þarf ekki annað en minnast þess, að fullkomið lýðræðisskipu- lag felur í sér raunverulegt efnahagslýð- ræði. En hvað merkir raunverulegt efna- hagslýðræði? Fyrst og fremst fullkomið afnám arðránsskipulagsins, það er að segja afnám sjálfs auðvaldSskipulagsins. Þar sem raunverulegt efnahagslýðræði Mæri komið á, væri því ekki lengur um borgaralegt þjóðfélag að ræða, heldur sósíalískt, og á grunni þessa raunverulega efnahagslýðræðis myndi þá líka rísa raunverulegt pólitískt, félagslegt og menn- ingarlegt lýðræði, sem hvergi getur held- ur þróazt til fullkomnunar nema í sósial- ísku þjóðfélagi. Sé spurningin hins vegar skilin svo sem spurt sé, hvort lýðræði geti þróazt áleið- is, tekið frekari framförum en orðlð er, innan borgaralegs þjóðfélags , þá ber vissulega að játa spurningunni. Saga lýð- ræðisins sýnir, að það hefur í rauninni alltaf verið að þróast íram innan sjálfs borgaraþjóðfélagsins. Það eru ekki ýkja margir áratugir síðan kosningaréttur var til dæmis sérréttur karlmanna, sem áttu ákveðna lágmarkseign fjármuna, háður býsna miklu hærra aldusmarki en nú ger- ist og takmarkaður að ýmsu öðru leyti, og svipuðu máli gegnir um hin önnur lýðréttindi. Samtakaírelsi verkalýðsins hefur til skamms tíma verið harðla ábótavant víða og svo framvegis. Það verður því ekki um það deilt, að borg- aralýðræðið hefur tekið margvíslegum breytingum til bóta síðan borgarastéttin komst til valda í þjóðfélaginu. En i þessu sambandi er nauðsynlegt að gera sér ljóst, að þessar endurbætur á borg- aralýðræðinu eru ekki borgarastéttinni, að þakka. Borgarastéttin var að vísu fram- sækin stétt, fulltrúi lýði'æðislegrar þró- unar, meðan hún átti í höggi við léns- skipulagið og barátta hennar hneig að því að tryggja henni sjálfri þau lýðræðis- legu réttindi, sem voru skilyrði þess, að hið nýja framleiðsluskipulag hennar fengi notið sín. En þegar þvi marki er náð, lætur borgarastéttin lokið þeirri lýðræðis- baráttu, sem hún hafði áður háð með tilstyrk alþýðustéttanna. Borgarastéttin, sem tryggt hefur sérréttindastöðu sína, hefur ekki lengur hag af né áhuga á frekari þróun lýðræðisins og gerist meira að segja beinlínis fjandsamleg þeirri þróun og aðalfulltrúi hins þjóðfélagslega afturhalds En nú er verklýðsstéttin kom- ln til sögunnar, og það er hún, sem erhelmillnu. eðli sinu samkvæmt fulltrúi framfaraafl- anna í þjóðfélaginu, fulltrúi hinnar lýð- ræðislegu framþróunar. Barátta sú, sem verklýðsstéttin hefur frá öndverðu háð fyrir hagsmunum sínum hefur jafnframt verið barátta fyrlr auknu lýðræði innan borgaraþjóðfélagslns, og þó að mikils sé ávant um borgaralegt lýðræðl, eins og nógsamlega hefur verið gerð grein fyrlr hér á undan, þá hefur þó margt gott áunnizt. I raun og veru má segja um verk- lýðsstéttina i flestum auðvaldslöndum Vestur- og Norður-Evrópu, og ekki sízt hér á íslandi, að hún er nú orðin að sann- kölluðu stórveldi, og myndi þjóðfélags- völdum hennar vera lltll takmörk sett, ef samtök hennar væru óklofin. Samelnuð verklýðshreyfing hefur óefað tök á því að knýja fram margvíslegar endurbætur hins pólitíska lýði'æðis og þó ekkl sizt að koma til vegar mikilvægum viðbótum við þann visl til efnahagslýöræðis, sem þegar hefur skapazt í þjóðfélagi voru fyr- ir baráttu verklýðsfélaganna og stjórn- málasamtaka verkalýðsins. Um þessa hluti mætti geysimargt segja, en hér mun vist verða að láta staðar numið að sinni. FYLKINGARFRÉTTIR Framhald af 14. síðu. kvöldvöku með bókmenntakynningu, upp- lestrl úr verkum Þórbergs Þórðarsonar. Þórbergur Þórðarson mætti sjálfur á kvöldvökunni og las upp úr óútkominni bók sinni. Björn Þorstelnsson sagnfræð- ingur flutti erindi um Þórberg Þórðar- son og list hans. Or verkum Þórbergs lásu upp þeir Karl Guðmundsson leikari, Ingimar Óskarsson lelkari og Einar Kilj- an Laxness stud mag. Landneminn mun stofna tll fleiri slikra kvöldvakna í vetur. önnur kvöldvakan verður í Tjarnarkaffi 27. febrúar. Verð- ur þá lesið upp úr verkum ungra höf- unda. Undirbúning að kvöldvökum þess- um mun annast þriggja manna nefnd, sem sæti eiga í þeir BJarni Benediktsson blaðamaður, Einar Kiljan Laxness og Ólafur Jóhannesson. Sjálfstæðisbaráttu nýlcnduþjóðanna minnzt. Alþjóðasamband lýðræðissinnaðrar æsku hefur eins og kunnugt er gert 21. febr- ar að baráttudegl fyrir sjálfstæðl nýlendn- anna. Eins og að undanförnu mun al- þjóðasamvinnunefnd islenzkrar æsku minnast dagsins með samkomu, helgaðri nýlenduþjóðunum. Verður samkoma þessi sunnudaglnn 20. febrúar n.k. i Skáta- 18 LANDNBMINJM-

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.