Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 9

Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 9
stutt r a b b um siéiiaskipíingu Sósíalistar berjast fyrir stéttlausu þjóðfélagi. Sumir gera sér fárán- legustu hugmyndir um þetta stefnu- skráratriði, halda jafnvel aS átt sé viS afnám síar/sstétta og hverjum einstaklingi ætlaS aS vera eins kon- ar sambland þeirra allra, líkt og klettafjallaskáldiS kvaS: Löngurn var ég lœknir minn, lögfrœ'ðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. GóSu heilli er þessu ekki þannig fariS! Um langar aldir hafa þjóSir heims skipzt í höfuSatriSum í tvær hags- munalega andstæSar stéttir. í fom- öld var mönnunum skipt í þræla og þrælaeigendur. Hinir síSarnefndu áttu þrælana meS húS og hári. Þræl- arnir áttu ekki neitt og hlutu ekki önnur laun erfiSis síns en þaS, sem þrælaeigendunum þóknaSist aS skammta þeim: oftast aSeins brýn- ustu nauSþurftir til viShalds starfs- kröftum þeirra og iSulega ekki þaS, MeS vaxandi verktækni varS þetta skipulag úrelt: ÞaS borgaSi sig ekki lengur fyrir þrælaeigendur aS ala önn fyrir þrælunum, hin dauSu tæki voru léttari á fóSrum og gátu unniS margra manna verk. Einnig var farr iS aS ympra á því, aS þrælaskipu- lagiS væri ranglátt og svívirSilegt. Smám saman óx þeim svo ásmegin, er börSust fyrir frelsi þrælanna meS skírskotun til réttlætis og mannúS- ar. Þetta tvennt, úrelding skipulags- ins og frelsisbarátta hinna kúguSu, leiddi til afnáms þrælahalds í hverju landinu á fætur öSru. En stéttaskiptingin hafSi ekki veriS upprætt fyrir því: hún breytti aS- eins um form. Á miSöldum skiptast t.d. þjóSir Vestur-Evrópu í forrétt- indastétt klerka og aSals og hina svonefndu „þriSju stétt“. Forrétt- indastéttin átti nær öll auSævi, en var þó skattfrjáls. „ÞriSja stéttin“, sem skapaSi öll helztu verSmætin, hafSi ekkert pólitískt frelsi, en bar ein skatta og skyldur og vann fyrir forréttindastéttinni. Borgarar töldust þá til „þriSju stéttar“. Margir þeirra auSguSust mjög á verzlun vegna aukinna og örari viSskipta þjóSa í milli einkum eftir landa- fundina miklu. Þeim tókst að fylkja „þriðju stéttinni“ til baráttu gegn forréttindastéttinni, og loks var aS- alsskipulagiS afnumiS, fyrst í Frakk- landi með stjórnarbyltingunni miklu 1789 og síðar einnig í öðrum lönd- um. En borgararnir, er þá hófust til valda, afnámu ekki stéttaskipting- una, heldur hrifsuðu aðeins til sín forréttindin úr höndum aðals og klerka og hnepptu alþýðu í ánauð auðvaldsskipulagsins. Og enn skipt- ast þjóðirnar utan hins sósíalska heims í tvær hagsmunalega andstæS- ar stéttir: vinnuveitendur, sem eiga atvinnutæki og jarSeignir, og laun- þega, er ekkert eiga nema vinnuafl sitt. Hagsmunir þessara stétta hljóta jafnan að rekast á. ÞaS er launþeg- anum í hag að fá sem hæst verð fyrir aleigu sina, vinnuaflið — fá sem hœst kaup. Eftir því sem kostnaður við atvinnureksturinn er minni hagnast vinnuveitandinn meira. Einn kostnaðarliðurinn við allan atvinnurekstur er vinnulaun. Þess vegna er það vinnuveitandan- um í hag að fá sem ódýrast vinnu- afl — eða: að launþeginn fái sem lœgst kaup. Þessar hagsmunaand- stæður vilja sósíalistar afnema vegna þess, að meðan ópersónuleg vald- stétt getur haft hag af því að hrekja hina mörgu og smáu út á eyðihjarn neyðar og fáfræði, verður ekki komið í veg fyrir, að hún geri það gróðafíkn sinni til fullnægingar. í staS arðránsaðstöðunnar býður sós- íalisminn kapitalistunum að vinna fyrir sér með heiðarlegum hætti sem aðrir menn að almenningsheill. Og enginn vafi er á því, að fjöl- margir vinnuveitendur munu reyn- ast hinir nýtustu þegnar í stéttlausu þjóðfélagi, þegar búið er að koma þvi á og fá þeim þjóðnýt verk að vinna — þegar búið er að taka frá þeim freistinguna að hagnast á ann- arra vinnu. Stéttaþjóðfélagið hefur aldrei sam- ið vopnahlé við smælingjana einn einasta dag. Það hefur þjarmað svo að þeim alla tíð, að milljónir manna hafa dáið úr hungri og klæðleysi á ári hverju og enn fleiri orSið sjúk- dómum að bráð aðallega eða ein- göngu vegna illrar aðbúðar, vegna örbirgðar. Þar viS bætast allir þeir sem fórnað hefur verið á vígvöllun- um í baráttu yfirstéttanna um heims- gæðin. Styrjaldir og örbirgð eiga rætur aS rekja til stéttaskiptingar- innar. Þess vegna verður að afnema hana, ef manndráp og neyð eiga að víkja, friður og hagsæld að ríkja. En til þess að hægt sé að uppræta • stéttaskiptinguna, verður að af- nema einkaeignarrétt á framleiðslu- tækjum og jarðeignum. LANDNEMINN 9

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.