Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 10

Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 10
EIIVAR li It IST.J ÁNSSOX: Andvaka Mildur og róandi höfgi fellur á Tómas Hálfdánarson bæjarfulltrúa, þar sem hann situr í mjúkum hæg- idastólnum í vistlegu dagstofunni sinni. Það er sem allt leggist á eitt með að svæfa hann á þessu útmánaða- kvöldi. Þögn og kyrrð ríkir allsstaðar í húsinu. Lýðræðisblaðið er allt skrif- að í sínum vanabundna tón, sem er svo samrunninn lífsskoðunum hans og hugðarefnum, að það kemur engu róti á hugann. Fréttirnar í útvarpinu eru ekki annað en margendurteknar stríðs- fréttir og láta í eyrum eins og ró- andi vögguvísa. Bæjarfulltrúinn geispar lengi og innilega. Veðrið: Norðaustanátt, snjókoma eða slydda. Byrjað er að leika á orgel, passíu- sálm, með viðeigandi andagt. Réttast að skrúfa fyrir. Jæja — ekki sakaði að hlusta á eitt vers eða svo. Einhver byrjar að lesa sálm kvöldsins, með drungalegii grafar- raust. ) „Sajna hóglega heimsins au’S, hugsýkin sturlar ge3, þigg aj drottni þ tt daglegt brauð duga lát þér þar me<5.“ i 1 Ojæja. Var það nú ekki helzti mikil nægjusemi? Þetta gat kannski nægt bláfátæku fólki, en allt öðru máli gegndi um þá, sem bjuggu við sæmilegan efnahag. Það gat ekki talizt ámælisvert þó að þess háttar fólk veitti sér ofurlítið fleira en rétt það, sem kallast mátti daglegt brauð — en allt í hófi — auðvitað allt í hófi. „Þeir sem fátœkan fletta jé fólskuverk drýgja slíkt, guð láti þig ei glœp Jxtnn ske, aS gjörir annaS þvílíkt.“ Hvað var að heyra? Gat það átt sér stað, að þetta og annað eins væri úr passíusálmunum hans Hallgríms? Það lét í eyrum eins og áróður af verstu tegund. Bölvað smekkleysi af útvarpsráði að strika ekki svona Iagað út, áður en lesið var í útvarp. Fólk gæti farið að ímynda sér að Hallgrímur heitinn hefði verið kommi eða krati. Auðvitað hefði slíkt aldrei getað átt sér stað um annan eins guðsmann. Og þó — þessum skáldum var aldrei að treysta. Svo hafði maðurinn líka veiið járnsmíðanemi um skeið, og við hverju mátti þá ekki búast. Það var ekkert efamál, að það borgaði sig að gera sæmilega við góð skáld. Sjálfsagt hafði það verið misráðið að setja manninn niður á annað eins hallæriskot og Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Það er ósennilegt, að hann hefði kveðið svona, ef liann hefði setið í góðu brauði með lax og sel, egg og dún. Orgelleikurinn að Ioknúm lestri fullkomnar hin svæfandi áhrif kvöldsins. Bæjarfulltrúinn sígur dýpra og dýpra niður í hægindastólinn. Hendur hans síga niður í keltuna, Lýðræðisblaðið sígur alla leið nið- ur á gólf; allt sígur niður á við; höfuðið niður á bringu, gleraugun niður á nefið, augnalokin, kinnarnar og hver dráttur í andliti hans slapp- ast og sígur, og fyrr en varir er Tómas Hálfdánarson sofnaður svefni hinna réttlátu. Hann hrekkur fljótlega upp af blundinum við ónotalegt ýlfur og hastarlega bresti og skruðninga í útvarpstækinu. Hann rýkur upp í ofboði og slekkur á tækinu. Þetta mundi vera hið illræmda truflanaútvarp, sem Lýðræðisblaðið hafði stundum minnzt á. Þessu höfðu þeir sjálfsagt ætlað að salla á Hallgrímssálmana, en orðið heldur seinir fyrir. Það var víst ekki um annað að ræða en hypja sig í rúmið. Hann slekkur Ijósið í stofunni og fer inn í svefnherbergið. 10 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.