Unga Ísland - 01.04.1927, Side 5

Unga Ísland - 01.04.1927, Side 5
UNGA ÍSLAND 29 „Alveg rjett“, sagði bóndi og hló. „Maður á að setja sjer hátt mark þeg- ar í æsku. Pjetur hjelt nú af stað til þess að finna járnsmíðameistarann að máli. Smiðjan hans var í útjaðri lítils hæjar. Pjetur gekk inn og bað um að fá að tala við meistarann. Grannvaxinn mað- ur, sótugur upp á höfuð, fjörlegur og snar í snúningum, spurði hvað hann vildi. „Jeg vil komast að hjerna til að læra járnsmíði. Mjer er sagt að meistarinn sje duglegasti járnsmiðurinn í landinu". „Jæja, hefir þjer verið sagt það. Kantu nokkuð að fara með sleggju?" „Ekki neitt að ráði“, sagði Pjetur niðurlútur. „Við skulum sjá hvað þú getur“, sagði meistarinn og sneri sjer að eld- stæðinu. „Littu nú á!“ Hann greip töng og tók járnbút úr eldinum, lagði hann á steðjann og með nokkrum skjótum höggum fjekk hann ákveðna lögun á bútinn. Síðan stakk hann honum í eldinn aftur, og eftir að hafa fengið nokkur ný högg var járn- búturinn orðinn að ágætum rýtingi. „Þú þekkir orðtækið: „Járnið skaltu hamra heitt! “ Það er um að gera að vera aðgætinn og sjá um að höggin komi á rjettan stað. Þarna hefur þú fyrirmynd til að fara eftir. Reyndu nú“. Pjetur fór úr jakkanum og tók af sjer húfuna. Svo braut hann skyrtuna upp fyrir olboga og byrjaði á verkinu. Handtökin voru skjót, örugg og ákveð- inn. Meistarinn var ánægður. „Pabbi var smiður“, sagði Pjetur svo sem til skýringar, þegar meistarinn hrósaði honum fyrir handlægnina. Pjetur var auðvitað tekinn í smiðjuna sem lærlingur. Það kom strax i Ijós, að þessi iðn var honum mjög að skapi. „Þú ert fæddur siniður“, sagði meist- arinn við hann oftar en einu sinni. Nú bar svo við, að konungurinn, sem rjeð yfir landinu, vildi fá í þjónustu sina smið, sem væri listainaður í sinni grein. Hann átti að leysa af hendi próf- smíði í iðn sinni. Sjálfur mátti hann ráða, hverskonar gripur það væri. En auk þess átti hann að ganga undir sjerstakt próf hjá konunginum sjálf- um. Starfsmennirnir í smiðjunni ræddu málið. Pjetur stóð þögull og hlustaði á. Þeir voru á einu máli um, að þetta sjerstaka próf mundi fæla menn frá að reyna. Pjetur var sá eini í smiðj- unni, sem komið gat til mála að tæki þátt í samkeppninni. Þó undarlegt væri öfunduðu fjelagar hans hann ekki þó að hann stæði þeim framar. Það hefir líklega verið af því, að sjálfur dró hann sig alt af í hlje. Næstu daga var Pétri oft strítt á meistaraprófinu hjá konunginum. Hann brosti jafnan, en svaraði fáu. En hann var fölur og telcinn i andliti af næt- urvökum. Á tilteknuin degi skilaði hann siníðisgripi sínum ásamt öðrum keppendum, sem skiftu hundruðum. Konungurinn Ijet síðan það boð út ganga, að hann hefði valið úr gripun- um þrjá hina best gerðu, og skyldu eigendur þeirra mætá í höllinni á til- teknum degi, til þess að ganga undir sjerstaka prófið. Meðal þessara þriggja útvöldu var Pjetur. Hann klæddist nú sínuin bestu föt- um, og á ákveðnum tíma stóð hann við hallarhliðið. Skrautbúnir þjónar tóku á móti smiðunum þremur og fylgdu

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.