Unga Ísland - 01.04.1927, Síða 9

Unga Ísland - 01.04.1927, Síða 9
UNGA [ÍSLAND 33 Jeg ætla að segja ykkur sögu af mjer. Einn sumardag í fyrra mig langaði í ber. Eg var heim’ við bæinn ömmu minni hjá, á engjunum var fólkið að raka og slá. Mjer leiddist sjaldan heima, jeg ljek mjer kisu hjá, fyrir löngu síðan átti hún ketlinga þrjá. Einn var fagurgulur, einn var bara grár, einn var reyndar hosóttur, hvítur og blár. Jeg passaði nú greyin og gaf þeim kjöt og mjólk, þeir greindir voru allir og töluðu eins og fólk, þeir sögðu reyndar aldrei annað en: Mjá, svo enginn þurfti að fara í deilur við þá. Mjer þótti vænt um Hosa, því hann fór fyrst að sjá og hoppaði og ljek sjer um bæinn til og frá. Hann reif mig líka stundum svo rann mjer blóð úr kinn, þá reiddist jeg nú snöggvast við litla kisa minn. Og þá var Fríða skrítin, en það var brúðan mín, á þrílitum sokkum svo dæmalaust fín, með röndótta svuntu, í rauðum ljereftskjól; hún Ranka hjerna gaf mjer hana eitt sinn um jól.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.