Unga Ísland - 01.04.1927, Page 10

Unga Ísland - 01.04.1927, Page 10
34 UNGA ÍSLAND Höfuðið var stoppað af hreinni lambaull, hún gekk ekki á skóla, en talaði ekki bull. Með augnabrýr úr tvinna og augun prjónshaus blár, og ullarlagð af Móru hún bar sem fljettað hár. Hún lærði ekki að ganga því Glói fótinn beit, Glói, það var hvolpur, sem alt reif og sleit, skemdarvargur mesti, svo skaði var að, jeg skammaði hann duglega fyrir verkið það. Jeg fór nú inn í bæinn og Fríðu mína bar, jeg fór að leita að ömmu, i búri hún var. Hún stóð þar við bekkinn og hjelt á pottbrauðssneið, sem hún var víst að smyrja og rjetti mjer um leið. „Æ, góða amma“, sagði jeg svo undur undur blíð, „ætli jeg mætti skreppa sem snöggvast upp í hlíð? Jeg fer með græna vetlinginn og fylli hann með ber og færi bæði mömmu og Nonna og þjer“. „Nei, vertu heima, barn mitt, því kvöldið kemur senn, og krækiberin eru bara vísirar enn“. Hún sagði þetta’ hún amma, þótt það væru bestu ber, það blöskrað hefði líklega fleirum en mjer. „En út á kvíamóinn jeg má nú fara samt, hún mamma hefði leyft það, því það er svo skamt“. „Æ, farðu litli þrákálfur“, sagði hún seinast reið, samt var það víst lítið, þvi hún brosti ögn um leið. Jeg hlustaði’ ekki’ á meira en lijelt nú af stað, og Hosa litla mætti er kom jeg út á hlað, „Æ, kæri, litli Hosi, jeg kenni’ í brjósti um þig, kannske að þú öfundir nú Fríðu og mig“. Hann glenti bara upp augun sín gulleit og smá og gráthljóð var i röddinni þegar hann sagði: „Mjá“. En hvernig átti að bera þau bæði í senn, það byrjuðu nú vandræði fyrir mjer enn. Jeg horfði alt í kring og sá hvar sokkur lá, sem Sigga þvoði um daginn og breiddi varpann á. En ef jeg tæki sokkinn og setti þau í hann, á svipstund þarna úrræði besta jeg fann.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.