Unga Ísland - 01.04.1927, Side 12

Unga Ísland - 01.04.1927, Side 12
36 UNGA ÍSLAND Slít þaíS ckki, bláa blómiö friða, brosið vorsins dýrðar móti þjer. Lát það standa, lát það anga, prýða, lifa og gleðja, sem svo fagurt er. Þvi kannske leynist sál i bikar bláum, eitt barn i'rá himni, vorsins álfur kær, já, litill ástarengill, ei þótt við hann sjáum, ó, unn þvi lifsins, fegra hvergi grær. Hið bláa fagra blómið, slít það ei. G. M. þýddi. Ef þið hafið ekki heyrt söguna um litlu stúlkuna, sem hitti blómálfakong- inn og dóttur hans, þá skal jeg nú segja ykkur þá sögu. Það var hún Disa litla í Vesturdal. Á sunnudagsmorgni í blíðasta sumar- veðri hljóp hún upp eftir túninu, sem var orðið fagurgult af fíflum og sól- eyjum, og upp i hlíðina, þar sem síð- ustu náttdaggardroparnir tindruðu í Jaufskrúðinu og mergð af smáblóm- uni talaði á sínu máli við sólargeislana. En Dísa kom til að tína blóm — og hún sleit þau upp eitt af öðru — fjalldalafífla, blásóleyjar, holtasóleyjar, liljur, fjólur, Ijósbera og m. fl. — Svo settist hún niður undir hávaxinni birkihríslu og bjó til fallegan vönd úr blómunum. — Nei, þarna var svo stór og íalleg blásóley, hún mátti til að fá hana með í vöndinn. — Og hún stökk á fætur og sleit upp blásóleyna. — En þá heyrðist henni einhver vera að gráta, og er hún leit við sat þar ósköp lítil og yndislega falleg stúlka í Jjósgrænum kjól með rauða húfu. Það var hún, sem grjet svo sárt. „Því ertu að gráta, litla stúlka“, sagði Dísa, — „þegar það er svona fallegt hjerna? — Á jeg ekki að gefa þjer þessa stóru blásóley?“ — En litla stúlkan hjelt áfram að gráta. Loks gat hún stunið upp: „Því ertu að slíta blómin mín?“ „Átt þú þessi blóm?“ sagði Disa, „jeg hjelt að jeg mætti tína þau“. „Og svo þegar faðir minn kemur þá sjer hann, að jeg hefi ekki gætt blóm- anna minna nógu vel“. „Hver er faðir þinn?“ „Hann er blómakongurinn. — Hann er víst að koma núna“, sagði litla stúlkan og þurkaði sjer um augun. „Nei, hefir litla stúlkan mín verið að gráta“ — Dísu þótti röddin sem rnorg- unblær í þjettu laufi, og er hún leit upp sá hún konunginn standa hjá þeim, og það var sólskin og himinblámi í fallegu augunum hans. — „Hefir þú slitið blómin, sem voru að fagna sól- arljósinu“, sagði hann við Dísu. „blóm- in, sem litla dóttir mín átti að hjálpa til að vaxa?“

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.