Unga Ísland - 01.11.1935, Qupperneq 13

Unga Ísland - 01.11.1935, Qupperneq 13
UNGA ÍSLAND 177 Vatnsberinn. Eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Ég sá hann koma heim með fullar fötur og fara svo til baka, herðalotinn. Leið hans lá í gegnum troðnar götur, því gæfa hans var fyrir löngu þrotin; og nú var hann orðinn niðurlútur maður, sem náungarnir bæði hæða og spotta, og brunnurinn hans eini bjargarstaður; nú bar hann vatn til heimila og þvotta. Andlit hans var magurt, sjúkt og sogið; samanbitnar varir aldrei klaga þröngu kjörin. ... En bakið, það var bogið af burði vatnsins hina löngu daga. Og augun sljó af áratuga stríði og aflraunum við heimsins stranga drottinn. Landafræðisþraut: Setjið stafi í stað krossanna: komi : 1. xixxaxxx 2. Oxxo 3. xæxxvxx 4. Dxxxdxx 5. xxxmxxo 6. xexxex 1. Borg í Portúgal. 2. Fljót í Bandaríkjunum. 3. Borg á Sjálandi. 4. Borg í Þýskalandi. 5. Fljót í Suður-Ameríku. 6. Borg á Italíu. Fremstu stafirnir lesnir ofan frá og En stundum skein þar barnsins svipur blíði, sem birtu sló á gamla píslarvottinn. Á kvöldin, þegar húmið yfir hnígur, þá heyrist lágvær grátur frá ’ans barmi. Og bænasöngl í blakka rökkrið stígur og beiskir dropar falla ótt af hvarmi... . Hann þurrkar burtu tár og þungan stynur, og þrammar áfram gegnum myrkrið svarta. Menn skilja ei, að vegamóður vinur á vonadrauma til í sínu hjarta. — Vatnsberi! Þú ert viljans mikli bróðir, en varst að lúta hinum grimmu mönn- um. Og þótt’ú ættir enga milda móðir og mættir strita brauðsins hörðu önn- um, þá geymdirðu eld í þínu göfga hjarta á göngu þinni, bæði fyrr og síðla. Og sífellt af því kærleiksbáli bjarta böðlum þínum reyndir þú að miðla. — öftustu stafirnir neðan frá, mynda nafn á höfuðborg 1 Evrópu. -----x----- Frá Grikklandi. Ungliðar R. K. í Perirhora skrifa: ,,Við höfum sagt mýflugunum stríð á hendur. Við gröfum skurði, þar sem mýrlent er, svo að vatnið renni á burtu og mýflugurnar geti ekki verpt eggjum sínum þar. Við stráum kalki yfir sorp, er við sjáum, og einu sinni í viku göng- um við um þorpið til að raðgæta, h'vort hræ af húsdýrum hafi ekki verið skil- in eftir á víðaviangi. Ef við finnum eitthvert hræ, gröfum við það hið skjótasta".

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.