Unga Ísland - 01.03.1938, Page 7
VNGA ÍSLAND
31
STEFÁN JÓNSSON:
VINIR VORSINS.
Framhald.
Það var svo sem hægt að gleyma
sér við að horfa á þetta allt. Ekkert lá
á að fara heim. Nei, heim skyldi hann
ekki koma strax. Hann fór niður að
ánni og tók að kasta smásteinum út
í hana til þess að sjá hringina, sem
komu í vatnið. Svona ofarlega í daln-
um er áin mjög lítil. Hún fellur niður
í dalbotninn í aflíðan,di halla, með
smáfossum hér og þar; en þar sem
jafnsléttan tekur við, myndast stærsti
fossinn. Áin fellur þar fram af dálitlu
inn út úr ferskjukjarna, sem ekki sást
þó greinilega nema í stækkunarglei’i.
Þar var kúla, skorin út úr fílabeini.
Hún var á stærð við lítinn handbolta
og voru ellefu kúlur innan í henni. Var
sagt, að þær væru allar gerðar úr einum
fílabeinsbút. Þar voru myndir af kín-
verskum húsum, skornar úr korki,
mjög fínlegar og í ramma. Þar að auki
var allskonar útsaumur, t. d. vegg-
teppi, sjöl og dúkar. Allskonar skálar
voru þarna og ílát, úr postulíni og
uiálmum. Ekki má ég gleyma vegg-
teppunum og pappírsvefnaðinum. Ótal
margt var þarna, sem ég ekki fer að
telja upp hér. Það var mjög fróðlegt
sjá þetta, og ég hugsaði með mér,
þegar ég fór út, að mikið hlyti fólkið
í Kína að lifa öðruvísi en við hér á ís-
landi. Og ég vildi óska, að ég sæi svona
sýningu frá öllum löndum.
bergi og með iðni sinni hefir vatnið
myndað töluvert djúpt ker, undir
berginu. Þangað uppeftir var Skúli
hérumbil kominn, þegar dálítið kom
fyrir, sem breytti áformum hans. —
Þokan, sem legið hafði á brúnum dals-
ins, hafði allt í einu orðið nærgöngulli
og án þess að Skúli Bjartmar tæki eft-
ir, hafði hún smálæðst að baki hon-
um. Hún fyllti nú dalinn algjörlega
og grúfði nú grá og köld yfir öllu, sem
í dalnum bjó. Skúli var kominn tölu-
vert langt frá heimili sínu og einhvers
staðar þarna, austur með ánni, var
hann nú staddur, sex ára karlmaður-
inn, og sá ekki heim. Hann varð þó
ekki beinlínis neitt hræddur, en nú var
sú hugsun sterkust, að komast heim
— heim —heim. Hann hljóp af stað
heimleiðis og litlu, bústnu fæturnir
báru hann eins hratt og þeir gátu, eitt-
hvað, eitthvað út í þokuna.
Hann hrasaði og datt í móunum,
stóð upp og datt aftur. Allt í kringum
hann var niðasvört þokan, hún hnapp-
aðist á stráunum og varp silfurgráum
lit á jörðina. Grasið, sem rétt áður
var svo grænt, og jafnvel kongulóar-
vefirnir og moldarflögin, allt var með
sama lit. Og svona langt í burtu frá
heimilinu varð þetta allt svo einmana-
legt fyrir sex ára mann. Hann hljóp
og hljóp áfram, áfram; tvær endur
flugu frá fótum hans með hásu gargi,
svo hurfu þær í þokuna, en garg þeirra
lifði eftir hjá honum. Það læsti sig
utan um hjartað, það kom yfir höfuð-
ið og það gerði honum örðugt um and-
ardráttinn, tárin komu fram í augun
og hann kallaði örvæntingarrómi út í
þokuna:
— Mamma, ó, mamma mín!