Unga Ísland - 01.03.1938, Page 10

Unga Ísland - 01.03.1938, Page 10
UNGA ÍSLAND 84 Svefninn. Svefn og vaka skiptist á í lífi allra æðri lífvera, en hvergi eins reglulega og hjá manninum. í lífi manna er það margt, sem er háttbundið, og nægir að nefna hjartslátt og andardrátt sem dæmi. Enginn getur verið án þess að anda, nema stutta stund, og eins er það með svefninn, hjá heilbrigðum mönnum að minnsta kosti. Öndun og hjartsláttur eru hvort- tveggja í hinni nánustu þjónustu hjá sjálfu lífinu, hvorttveggja vinna að því, að miðla hinum ýmsu líkamshlutum nauðsynlegri starfsorku, jafnt í svefni og vöku. í vöku og starfi er orkuþörf líkam- ans mjög mikil, og gætir hins þá eðlilega minna, að hann sé byggður upp eða endurnærður. Hlutverk svefnsins er fyrst og fremst það, að byggja upp, eða sagt með öðr- um orðum, að fylla þau orkubúr, sem tæmd eru í vöku og starfi. Til þess, að þetta megi takast, verður orkuþörfin að minnka meðan á svefnin- um stendur, enda er það svo, að hreyf- ingar og vöðvastarfsemi er mjög lítil í svefni, og önnur starfsemi, er snýr að umheiminum. Sú starfsemi, sem veit beint að hinu innra, minnkar einnig nokkuð í svefni. Þannig slær hjartað hægar, öndun verð- ur grynnri og hægari, meltingarfærin starfa minna, og þannig mætti lengi telja. Hin innri líffæri fá þannig nokkra hvíld, enda þótt hún sé ekki nálægt því fullkomin, sökum þess, að starf hinna innri líffæra er svo lífsnauðsynlegt, að eigi má hlé á því verða. Þeir hlutar líkamans, er hvílast best og endurnærast í svefninum, eru vöðv- ar og taugakerfi, einnig þeir hlutar lík- amans, sem í sameiningu bera hita og þunga dagsins gagnvart umheiminum. Það er ekki hægt að vænta þess, að maður, sem neitar líkama sínum um svefn og hvíld, geti sýnt mikinn dugnað eða afköst við líkamleg störf. Vöðvar hans eru síþreyttir sökum þess, að þeim er meinuð sú endurnæring, er svefninn veitir. Sama máli gegnir með þann, er vinn- ur andleg störf. Ef hann er vansvefta, verður minnið lakara, skarpskyggni og ályktunargáfa sljófgast, gáfurnar fá eigi notið sín. Fyrir börn og unglinga er svefninn ennþá nauðsynlegri en fyrir fullorðna, og er það Ijóst, ef vér hugleiðum það, að barnið er í örum vexti, bæði í líkam- legum og andlegum skilningi. Þarfnast unglingar því ekki aðeins hvíldar og endurnæringar til viðhalds, heldur engu síður til viðbótar og vaxtar. Allir unglingar óska sér að skara fram úr á einhverju sviði, sem þeim er hug- leikið. En hvort það er við nám, leika, íþróttir eða hin algengu lífsstörf, getur enginn vænst að ná besta árangri, nema hann veiti sér nægan svefn. Jóhann Sæmundsson. Tveir nýir þættir af les- og viðfangs- efnum munu framvegis birtast við og við í blaðinu: Móðurmálið og Þjálfun hug og handar. Marteinn Magnússon kennari mun fyrst um sinn velja efnið í þessa kafla.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.