Unga Ísland - 01.03.1938, Síða 11

Unga Ísland - 01.03.1938, Síða 11
UNGA ÍSLANfy 35 Þrír vinir. Eftir Fr. Kittelsen. Fyrsti kafli sögunnar nokkuð styttur. Sagan gerist á þeim tíma, er Noreg- ur var í sambandi við Danmörku — og Danir áttu í ófriði við Englendinga. Það var hungursneyð í Noregi. Korn var sótt til Danmerkur. En hinir djarf- huga Norðmenn, er réðust í slíkar ferð- ir, lentu oft í höndum Englendinga, sem tóku þá fasta, rændu korninu og fluttu þá stundum til Englands eða Gauta- borgar, þar sem þeir voru settir í fang- elsi. Söguhetjurnar, vinirnir þrír, Ulrik Löve, Níels og Henning Hasle, voru á leið úr unglingaskólanum og töluðu um Ole Tents, sem eftir mikil æfintýri slapp heim með kornfarm. Við skiptingu kornsins urðu nokkrar deilur. En er þær voru að komast á alvarlegt stig, var tilkynnt, að Englendingar væru að koma. Þeir voru að elta skip, en þá snér- ust allir sem einn til varnar gegn þeim — og veittu þeim heitar viðtökur — 'uieö púðri og blýi. Eitt sinn vantaði forhlað í fallbyssu. Ulrik Löve var nær- staddur og varð ekki ráðafátt. Hann vatt sér snarlega að bónda nokkrum, og áður en hann áttaði sig, hafði Ulrik skorið sitjandann úr buxunum hans — °fl forhlaðið var fengið. — Vinirnir þrír tifðu og hrærðust í því, sem var að ger- ast, og vildu taka virkan þátt í því, en voru ekki álitnir til mikils nýtir. En beir kærðu sig nú kollótta um álit ann- ara og ráðgerðu leiðangur til Danmerk- Ur eftir korni. Eina nóttina læddust þeir ut, tóku bát og sigldu af stað, en hrepptu slæmt veður, urðu hræddir og snéru aftur, brutu bátinn í spón og komust við illan leik heim. Vitanlega fengu þeir stranga áminningu fyrir tiltækið, en drengina dreymdi sína drauma um djarfar dáðir fyrir föðurlandið. — Þeir lögðu svo eitt sinn af stað í njósnar- ferð um nágrennið og í þeirri för fundu þeir skútu í skjóli stórra kletta við ströndina. Það var skúta Sliorvöbræðra, njósnaranna, svikaranna, sem veittu Englendingum liðsinni. „Hefnd yfir svikarana!“ hrópaði Ulrik og þaut af stað. Það var enginn um borð. Þeir ætl- uðu að sigla skútunni til bæjarins, en áður en þeir höfðu gengið frá seglum, komu Skorvöbræður. Drengirnir liöfðu ekki tíma til að komast í land og urðu að fela sig í skútunni. Skorvöbræður, sem voru á flótta, hjuggu þegar á land- festar, undu upp segl og sluppu til hafs. Drengirnir fundust og urðu fyrir ó- mjúkri meðferð, voru barðir og lokaðir inni í dimmri lcompu — og þar sváfu þeir yfir nóttina. Er þeir vöknuðu lá skútan skammt frá landi. Þeir voru reknir úr fötunum, en gömlum, götug- um stakk smeygt yfir Ulrik. Síðan voru þeir settir á land. En það var hvergi líf að sjá, aðeins sandur og gróðurlausar sléttur. Þeir voru undrandi og horfðu hver á annan. Skyndilega fékk Níels mjög ógeðfellt hugboð og sagði ótta- sleginn: „Þetta er ekki í Noregi“. „Nei, hér er allt svo annarlegt og ólíkt Noregi“, hvíslaði Henning fölur og vesældarlegui'. Ulrik leit aftur í kringum sig. Svip- urinn lýsti vaxandi undrun, og hann blátt áfram æpti upp yfir sig: „Ham- ingjan góða! Þeir hafa siglt með okk-

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.