Unga Ísland - 01.03.1938, Page 12

Unga Ísland - 01.03.1938, Page 12
86 JJNGA ÍSLAND ur yfir til Danmerkur. — Eða er þetta ekki Danmörk — sandhólar, roksand- ur —, en hvernig komumst við heim?“ „Heldurðu að þetta sé Danmörk?“ gall við frá Níels og Henning. Og þeg- ar þeim skildist, að svo myndi vera, sem Ulrik giskaði á, hnigu þeir niður í mjúkan sandinn og grétu sárum, von- lausum gráti. Þetta var þá ekki lokk- andi æfintýri eingöngu. — Hvað skyldu foreldrar þeirra halda? Hvernig áttu þeir að komast heim? Ulrik hafði legið nokkra stund og hugsað málið og sagði allt í einu: „Við verðum að halda áfram. Við rekumst þá sennilega fljótlega á mannabústaði, og svo leitum við uppi einhvern sjó- mann að heiman, sem er hér í korn-leið- angri, og þið getið verið vissir um, að hann lofar okkur að fljóta með heim. Hættið nú að gráta! Jú, sannarlega komumst við heim, Henning! Nú verð- ur þú að vera hugrakkur! — Jæja, þá komum við! Við hittum áreiðanlega fólk, sem gefur okkur föt og fæði“. Skömmu síðar sjáum við hina þrjá vini dragast áfram yfir sandhóla þessa ókunna lands — langt, langt frá heim- ili sínu. Pramhald. SPAKMÆLI. Lærdómur gerir menn hrokafulla, en viskan gerir menn auðmjúka. Oskel Ezer. Letin er móðir leiðindanna, en amma fátæktarinnar. Weizer. Gutti. Lag: Pyrst ég annars hjarta hræri. Sögu vil ég segja stutta, sem að ég hef nýskeð frétt. Reyndar þekkið þið hann Gutta, það er alveg rétt. Óþekkur er ætíð anginn sá, út um götu stekkur hann og skoppar til og frá, mömmu sinni unir aldrei hjá, ekki heldur pabba sínum. Nei, nei, það er frá. Allan daginn út um bæinn, einlægt heyrast köll í þeim: Gutti, Gutti, Gutti, Gutti, Gutti, komdu heim! Andlitið er á þeim stutta, oft sem rennblautt moldarflag. Mædd er orðin mamma’ hans Gutta, mælir oft á dag: Hvað varst þú að gera, Gutti minn? Geturðu ekki skammast þín að koma svona inn? Réttast væri að flengja ræfilinn. Reifstu svona buxurnar og nýja jakk- ann þinn? Þú skalt ekki þræta, Gutti, það er ekki nokkur vörn. Almáttugur, en sú mæða, að eiga svona börn! Gutti aldrei gegnir þessu, grettir sig og bara hlær. Orðinn nærri að einni klessu undir bíl í gær. O’n af háum vegg í dag hann datt! Drottinn minn! Og stutta nefið það varð alveg flatt, eins og pönnukaka. Er það satt?

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.