Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 15
UNGA ÍSLAND 39 gefinn, Nálin sat föst í hálsinum á kisu. Á sama heimili var hundur, mjög sam- rýmdur og góður vinur kisu. Hann sá brátt að eitthvað gekk að kettinum og fór til hans og virtist láta meðaumkvun sina í ljósi. Hundurinn tók nú að sér að lækna sjúklinginn. Hann sleikti háls- inn á kisu í sífellu, en hún snéri höfð- inu þannig, að gera honum aðstöðuna hægari. Þetta lét hundurinn ganga, með hvíldum, í nálega sólarhring. Að lokum fann hann eitthvað hart snerta tunguna. Hann reyndi að ná i það með tönnun- um, og honum tókst það að lokum. Hann rykkti út nálinní, sem hafði stung- ist þarna út um hálsinn á kisu. Áhorf- andi að þessari lækningaaðferð tók nú við, og dróg spottann út úr hálsinum. Ég sá eitt sinn hest með fleiður á baki, velta sér upp úr moldarflagi. Við þetta komst mold ofan í sárið. Hélt ég að hún mundi tefja fyrir að sárið gréri. En svo varð ekki. Hesturinn varð al- bata á fáum dögum, jafnvel þó að hér væri aðeins um »hrossalækning« að ræða. Fleiri dæmi þessu lík mætti nefna, sem benda á að sum dýr, að minnsta kosti virðist bera skyn á lækningar, og reyna sjálf að hjálpa sér og afkvæmi sinu til að bæta úr neyð sinni og sárs- auka. G. D. Gjalddagi blaðsins er 1. apríl. — „Oft er þörf, en nú er nauðsyn“. Bregðið fljótt og vel við og greiðið blaðið. Heimagangurinn. í fyrrasumar lögðum við af stað, (ég og strákur, sem hét Magnús) að smala. Þegar við vorum komin fram i Urðirnar fyrir framan bæinn, þá fundum við kind. Hún lá á steini, sem mosi var ofan á, Er við komum nær, sáum við að kindin var dauð. Magnús fór heim að sækja einhvern til hjálpar, en ég fór að elta lambið. Ég náði því uppi á hjalla nokkr- um og fór heim með það, Þetta var gimbur. Hún veiktist þegar heim kom. Fólkið fór að tala um að drepa hana, en rétt í því stendur hún á fætur og fer að ganga um gólfið. Ég fór með gimbrina út í fjárhús, og lét hana sjúga nýborna á. — Eftir það fór henni að batna, Þegar fært var frá, var gimbrin rekin með, Ekki var þó hægt að reka hana með lömbunum, hún bara elti mig. Ég gat nú ekki að því gert, að ég ósk- aði þess af heilum hug, að gimbrin kæmi heim. Morguninn eftir, þegar ég fór út að mjólka, þá sá ég nokkrar kindur fyrir utan girðinguna. Var gimsa þar forustukind. Þegar ég var langt komin að mjólka, kemur gimsa inn í kvína, og rýkur í fötuna hjá mér. Ég tók hana i fangið og fór með hana inn í eldhús, gaf henni mjólk. Nú byrjaði gímbrin að fara i kálgarðinn, svo það varð að tjóðra hana. Oft gerði ég það, að ég tjóðraði hana svo illa, að hún losnaði. Þá fékk hún þó að vera laus dálitla stund. En oft losnaði hún þö án þess að það væri mér að kenna, Þegar hún var laus, var vont að ná henni, og ef ég náði henni ekki, þá náði henni enginn. Núna er gimbrin orðin fullorðin kind, ekki er hún neitt hænd að mönnum, en hún er heldur ekki stygg. Lóa, 13 ára.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.