Unga Ísland - 01.06.1939, Síða 10
84
UNGA ÍSLAND
— Gefðu mér brjóstsykur, sagði
Bensi.
ilvað yrði gert við hann? Tugthús.
— Fullkomin útskúfun frá öllu. Nei,
nei, nei, þetta skyldi aldrei komast upp,
aldrei, aldrei, aldrei.
— Gefðu mér brjóstsykur, sagði
Bensi.
Skúli fór niður í vasa sinn og sótti
bréfpokann með brjóstsykrinum. Hann
stakk upp í sig mola án þess að verða
þess var eða finna bragð hans. Það
kom einhver gangandi á götunni að
baki hans. Allt var auðvitað komið upp
og nú var kaupmaðurinn á hælum hans.
Á næsta augnabliki yrði þrifið í öxl
hans. Ónei, þetta var bara þungstígur
verkamaður á leið til vinnu sinnar.
Þannig leið svo tíminn, að þótt margt
nýtt bæri fyrir augu drengjanna, hélst
athygli Skúla mjög lítið við það, hún
hvarflaði stöðugt til hnífsins. Hann
fann með sjálfum sér að hann hafði
breytt illa og hann óttaðist afleiðingar
þess. En eigi að síður vaknaði jafn-
framt ást í brjósti hans til þessa und-
ursamlega hnífs og hann þráði þá stund
heitt og innilega, er gæfi honum tóm
til að virða dýrgripinn fyrir sér í ein-
rúrni.
Hann hafði enn enga peninga fengið
fyrir hagalagðana sína, því honum var
sagt að verslunin mætti ekki vera að
því að veita ullinni viðtöku fyrr en
næsta dag. Hann varð þó ekki fyrir
neinum vonbrigðum af þessu; hnífur-
inn var honum allt.
Svo átti þó að lokum að halda heim-
leiðis. Þeir félagarnir áttu að verða
samferða heim ásamt kaupafólkinu, er
fara ætlaði að Holti og kaupakonunni
að Hamri. En er til átti að taka, kom
dálítið fyrir, sem breytti áæthminni.
Það kom nefmlega dálítið upp úr dúrn-
um, og það sem kom upp úr dúrnum
var það, að kaupakonan, sem var að
fara að Hamri, vildi fá að vera sínum
gjörðum ráðandi.
Þetta var ákaflega skrítin stúlka, ef
það var þá stúlka. Hún var svarthærð,
en hárið var illa greitt og úfið. Ekki
var hún í pilsum, eins og Skúli hafði
þó haldið að kvenfólki bæri að vera.
Ónei, þessi var nú í buxum, ekki bar
á öðru. Skúli glápti á hana og gleymdi
nú hnífnum í bili. Ekki var hún ólag-
leg og hún hafði góð áhrif á mann á
vissan hátt, hin dökku augu hennar
voru skær og fjörleg.
— Ég ætlaði að láta þig sitja á þess-
um brúna hérna, sagði Ólafur við hana.
— Je, minn almáttugur, sagði stúlk-
an. Þessum! Ég hefi aldrei riðið í söðli
á minni lífsfæddri æfi. Ég dett áður
en ég kemst á bak. Guð minn í himn-
inum!
— Nú, það var nú verra, þú hefir
aldrei riðið í söðli. En ætii að þetta
lagist ekki strax. Ég hefi bara engan
hnakk.
— Nei, nei, nei, það lagast ekki. Ég
fer ekki fet upp í svona gálga, ekki
fet. Nei, það geri ég aldrei nokkurn-
tíma á æfinni. Ég ætla ekki að sálga
sjálfri mér. Ekki hefi ég ætlað mér
það. Þér verðið að útvega mér hnakk,
annars fér ég suður aftur. Það geri ég,
það læt ég yður vita, læt þig vita, þið
kunnið víst ekki að þéra sveitakarlarn-
ir. — Annars get ég bara setið hér
uns þú hefir útvegað mér hnakk.
Hún hlammaði sér niður á vagn-
kjálka og brosti kankvíslega framan í
viðstadda.
Þetta leit ekki sem best út. Ólafur
bóndi lyfti húfunni lítið eitt og klór-