Unga Ísland - 01.06.1939, Síða 15
89
tÍNGA ÍSLANl) ---------------------
það hús og girðingar með alls konar
lögun, en líka grasblettir, rósarunnar
og blómabeð. Getur vel farið svo, að
manni gleymist um stund, að þetta er
dýragarður, en hugsi sem svo: Þetta
er yndislegur skrúðgarður!
Heyrum við nú ýms hljóð, sum
þekkjum við, önnur ekki. Mörg eru
einkennileg, sum furðuleg.
Hér er margt af fólki. Hingað er
ódýrt að komast úr hvaða hluta borg-
arinnar sem er með sporvögnum, sem
flytja mann langar leiðir fyrir nokkra
aura. Fólk er ánægt hér. Hér er það
komið út úr mesta borgarhávaðanum,
út úr gráu göturykinu, inn í fegurðina,
inn í ríki náttúrunnar.
Bæði í Kaupmannahöfn og öðrum
stærri borgum, eru margskonar garð-
ar fyrir fólk, skemmtigarðar.------
Sumir þeirra eru svo náttúrulegir —
svo fagrir — að þeim sem þar dvelur,
finnst stundum þeir vera komnir langt
burt úr borginni, upp í fallega sveit.
Þarna geta börnin leikið sér. Móð-
irin setið og varpað frá sér heimilis-
áhyggjunum um stund, og gamal-
mennið hvílt sig. Þessir garðar eru
fyrst og fremst paradís hinna snauðu.
Þeirra sem ekki hafa efni á að fara
upp í sveit á sumrin — þeirra, sem
verða að hýrast í stórborgarþrengsl-
unum og allri þeirri óhollustu, and-
• legri og líkamlegri, sem því fylgir. Þó
borgirnar sjálfar beri ekki mikinn vott
uni sumar, þá eru þessir garðar þó í
sumarklæðum.
Allir kunna auðsjáanlega vel við sig
í dýragarðinum, hvort sem þeir ganga
á hinum ágætum götum, hvíla sig á
þægilegum bekkjum, horfa á spegil-
uiýnd sína í tærum vatnsfletinum, hall-
ast fram á járngrindurnar og horfa á
dýrin, eða sitja í veitingaliúsum, eta
og drekka og hlusta á hinn ágæta
hljóðfæraslátt. Þeir sem eru sparsam-
astir og reglusamastir forðast veitinga-
húsin, þessa eyðslustaði , sem tæma
pyngjuna oft áður en maður veit af.
Þeir hafa með sér nestispakka að
heiman, sitja þeir á bekkjum, sem
standa hér og þar um garðinn, eta
smurt brauð eða ávexti, en kasta um-
búðunum í körfur, sem standa hjá
bekkjunum, engum kemur til hugar
að fleyja bréfi á veginn. En margir
fleyja öðru á veginn, brauðmolum
handa litlum spörfuglum, sem vappa
vinalegir og gæfir við fætur þeirra, og
tína sér æti — fræ og skordýr. Þessir
íuglar eru ekki ,,eitt af dýrunum í
dýragarðinum“, þeir eru frjálsir að
fljúga hvert sem þeir vilja. Þessir smá-
fuglar, eru algengir í Danmörku og
eru mikið inni í Kaupmannahöfn, í
görðum og á götum úti. Þeir eru afar
gæfir vegna þess hvað er verið gott
við þá. Það mætti líka gera íslenska
fugla gæfari en þeir eru með því að
umgangast þá með meiri vinsemd en
gert er. — Fólk gefur þeim mat. Hæn-
ir þá að sér á marga lund. Það hefir
svo mikið yndi af því að heyra þá
syngja og sjá þá hlaupa og fljúa kring-
um húsin sín. Danir eru yfirleitt miklir
dýravinir. Standa þeir Islendingum
framar í því efni. En Islendingar hafa
bæði fyr og síðar staðið á sorglegu
lágu menningarstígi um meðferð á
dýrum.
Eitt af stærri húsunum í dýragarð-
inum verður fyrir okkur. Ætlum við
að ganga þar rakleitt inn, en komumst
hvergi. Hringjum við þá bjöllu, sem
við sjáum. Kemur þá dyravörður og