Unga Ísland - 01.10.1939, Page 19

Unga Ísland - 01.10.1939, Page 19
UNGA ÍSLAND 123 Bókaúlgáfa Unga íslands Eins og kaupendum Unga íslands mun vera kunnugt, af lestri blaðsins, hefir í því birst saga undanfarið hálft annað ár, eftir Stefán Jónsson kenn- ara, sem nefnist Vinir vorsins. Saga þessi segir frá dreng, sem bor- inn er og barnfæddur upp í sveh, líf- inu í sveitinni, vinunum og leikbræðr- unum, kaupstaðarferðinni og svo fram- vegis. Efnið þarf ekki að rekja hér, því að það er áreiðanlegt, að allir þeir, sem kaupa og lesa Unga Island láta ekkert fram hjá sér fara af því, sem segir af Skúla Bjartmar í Vinum vors- ins. Saga þessi hefir hlotið svo rniklar vinsældir á meðal kaupenda Unga ís- lands, að fáar sögur hafa orðið jafn vinsælar. Þetta er ekkert undarlegt. Höfundurinn þekkir allt, er að íslensku sveitalífi lýtur og mál lians og stíll svo lifandi, að öllum líkar vel að lesa. Vinsældir þessarar skemmtilegu sögu og kostir hennar allir hafa valdið því, að ritstjórn Unga íslands hefir ákveð- ið að gefa hana út í sérprentun, og er nú þegar byrjað á því verki. Upplagið er mjög takmarkað sökum pappírserfiðleika, sem stafa af sam- göngu- og gjaldeyrisvandræðum á hin- um alvarlegu tímum, sem vér lifum á, en frágangur allur verður í besta lagi og vqndaður vel og bókin því mjög eiguleg hvað ytri búning snertir. Það er vafalaust, að þetta mun vera ein besta barnabókin, sem gefin verður út á íslenskum bókamarkaði á þessu ári og því marga fýsa að eignast hana. En að sjálfsögðu munu kaupendur Unga íslands eiga þar forgangsrétt, nieðan hægt er. En með því að blaðið setur töluverða fjárhæð fasta á þennan hátt og lætur því best að bókin seljist bæði fljótt og vel, vill það hér með heita á kaupendur sína að vinna vel og ötullega að því að bókin seljist, með því til dæmis, að benda á hana sem mjög ákjósanlega afmælisgjöf og jóla- gjöf, en þið, sem lesið hafið þessa bráð- skemmtilegu sögu, vitið að þið vinnið blaðinu ykkar gagn á þann hátt og jafnframt ráðið þeim vel, sem þið ráð- leggið að kaupa bókina: VINIR VORS- INS. Nokkur heilræði Alveg ems og hreinsa þarf eldstóna og bera öskuna burtu, þannig þarf að losa líkamann við úrgangsefnin daglega • • Það er holt fyrir líkamann ef þú dag~ lega ferð hálfrar klukkustundar göngu, eða iðkar einhverjar íþróttagreinir, svo sem sund, leikfimi, skíðaferðir og skauta. • • Börn þurfa 10 til 12 tíma svefn á hverri nóttu, en fullorðnir 7 til 8 tíma svefn. • • Það er óholt að hafa of hátt undir höfðinu er þú sefur. Það kreppir háls- vöðvana, heftir blóðrásina og þú hvílist ekki. Koddinn þinn á ekki að vera þykkri en því, sem nemur axlarbreidd. • • Baðaðu þig að minsta kosti einu sinni í viku. Hreinlætið eykur á vellíðan þína og er nauðsynlegt heilsu þinni.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.