Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 10
Sigurður Helgason: Þið hafið heyrt talað um Afríku, undralanjdið, sem stundum hefir verið kallað „meginlandið myrka". Fékk álf- an þetta heiti sökum þess, að nokkuð þótti dragast, að menn fengju fulla vitneskju um lönd hennar og náttúru þeirra, dýralíf, jurtir og þjóðflokka. En smám saman urðu hin ókunnu svæði smærri og smærri, og nú er fyrir löngu búið að rannsaka hana alla og mæla og leyndardómar meginlandsins myrka eru víst flestir horfnir úr sögunni og hættir að vera leyndardómar. En landkönnunarmennirnir, sem áð- ur fyrri lögðu leið sína til Afríku, urðu fyrir mörgum hindrunum á ferðum sín- um. Þjóðflokkarnir, sem búa þar, voru margir óvinveittir hvítum mönnum, og var ekki heiglum hent, að hætta sér langt inn í land þeirra. Torfærur urðu á leiðum þeirra, sem örðugt var að af- stýra, og fleira varð að farartálma. Ef þeir komu að norðan, varð eyðimörkin Sahara lítt sigrandi hindrun. Hún nær alla leið vestan frá Atlantshafi og aust- ur að Rauðahafi, yfir álfuna þvera, og 56 Frá meginlandinu myrka er mörg hundruð km. löng. Á ströndum álfunnar er lítið um góðar hafnir. Eru því siglingar þangað ekki neinn barna- leikur. Þær fáu hafnir, sem þar eru, eru flestar við árósa og sumar árnar eru stórar, en þær eru ekki skipgengar nema skammt inn í landið, því að upp frá ströndunum eru víða fjallgarðar, og lengra en að rótum þeirra, verður ekki siglt eftir ánum. Þegar yfir fjallgarð- ana kemur, taka við víðlendar háslétt- ur. Þar eru mörg stór vötn og vatns- mikil fljót og um þau er hægt að sigla UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.