Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 11
skipum langar leiðir, en ekki alla leið frá sjó. Við þetta bætist, að víða á ströndunúm er loftslagið svo óhollt, að hvítum mönnum er þar hætta búin, en nú á tímum hafa læknavísindin dregið mikið úr þeirri hættu. Norðurstrendur Afríku, frá Miðjarð- arhafi og suður á Sahara, hafa hvítir menn byggt frá öndverðu. Sunnan Sa- hara taka heimkynni blökkumannanna við. Þar þekktu hvítir menn strendurn- ar fyrst, en háslétturnar handan fjall- garðanna voru lengst ókunnar þeim. Eiginlega er það fyrst og fremst sá hluti landsins, seni nefndur hefir verið ..meginlandið myrka", þó að það nafn eigi nú ekki lengur við, eins og áður er sagt. Afríka er mikilfengleg að náttúru. Gróður er þar fjölskrúðugur og dýra- líf svo margbreytilegt, að fleiri dýra- tegundir eru þar en í öllumþ.inum heimsálfunum til samans. Þar eru UNGA ÍSLAND stærstu landdýr jarðarinnar, t. d. fílar, nashyrningar, gíraffar og strútar, smærri grasætur eins og antilópur, viílinaut, sebradýr, gnúar og gasellur, stór rándýr, svo sem ljón og hlébarðar, og í vötnum og ám eru vatnahestar og krókódílar. Margir menn hafa getið sér ódauðlega frægð með könnunarferðum um Af- ríku. Meðal þeirra eru frægastir þeir Stanley og Liwingstone. Þeir eru nú löngu liðnir, en ýmis konar rannsókn- arferðir hafa verið farnar þangað allt fram á þennan dag. Fyrir nokkrum ár- um komu þangað hjón ein frá Ameríku. Maðurinn hét Martin og konan var köll- uð Ósa, eftirnafn þeirra var Johnson. Þau höfðu með sér tjöld og annan út- búnað til að dvelja þar í 4 ár og taka kvikmyndir af villidýrum. Þegar til Af- ríku kom, réðu þau sér nokkra svert- ingja til aðstoðar, fluttu síðan farang- ur sinn langt inn í Austur-Afríku, norð- ur undir landamæri Abessiníu. Þar settust þau að við vatn eitt, sem þau nefndu Paradísarvatnið. Þar í grennd Skýringar á mynduiium. Til vinstri að ofan: Martin og Ósa Johnson. Til vinstri að neðan: Zebradýr. Til hœgri að ofan: prír innfœddir Afríkumenn. Til hægri að neðan: Górillaapi.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.