Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 17
Er sumarið kemur og sveittir menn hamast við sláttinn, og svanirnir fljúga til heiðanna — frjálsir og glaðir Sveinn Kristinsson 15 ára: 0g sauðkindin hleypur svo sælleg um móa og traðir, en sólin, hún spinnur þó fegursta og dýrasta þáttinn. Sumarljóð Þá er svo gaman að ganga upp um hæðir og móa; glitrandi sólskinið blikar á jökulsins skalla, og þeir, sem að sjá það, þeir muna það æfina alla, og í þessu fyrstu minningar bernzkunnar gróa. Og loks þegar kvöldar og komandi skuggar þess læðast með kyrrlátum f jöllum, en sólin er gengin til viðar, og lítill einmana lækur í fjarlægð niðar og ljúfustu söngvar af vörum hans titrandi fæðast. Þá göngum við heim því að nóttin hún nálgast óðum, og næturdísirnar sveima um fjallsins hnjúka, og skuggarnir kyrrir á hamrabeltunum húka Ó; heillandi sumarnótt ljómandi í kveldroðans glóðum. En fegurðin ríkir alla nóttina á enda þó að augu vor lokist og svefninn hann vef ji mann örmum, en sælunnar glampi lifir í lokuðum hvörmum og lágnættisdraumar í sólaráttina benda. FAGURT FORDÆMI Unga Islandi hefir borizt bréf frá nokkrum litlum drengjum í Vestmanna- eyjum, er hafa buhdizt félagssamtökum til hjálpar gömlu fólki. Bréfritararnir heita Emil Arason, Akurey og Einar Bjarnason, Stakkholti.. „Okkur langar svo til að geta gert eitthvað fyrir Rauða krossinn", segja þeir. Unga Island þakkar þeim bréfið og framtakssemina, um leið og það óskar þeim til hamingju með starfið. Ritstjórn blaðsins hefir sýnt stjórn Rauða krossins bréf þeirra félaga. Lét hún í ljós aðdáun á áhuga drengjanna, og mun veita starfi þeirra verðuga athygli. UNGA ÍSLAND Felunafna vísur. Kvenmannsnöfn. Þ-r-ý, D-gr-n, —h-l-ur Þ-r-ei-, —rún, R~n-il~r —ný, -o-b-rg, S~r-ð-r -ól-e-g, —rún, B-y-h—d-r Karlmannanöfn. V-gf-s, S~þ-r, V-gl-n-ur, —týr, Ó-k-r, Sig—gur, Sig—, ~lld~, Hall—mur Hj-tý-, R-gn~, Guð—ur. Austri. 79

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.