Unga Ísland - 01.10.1941, Side 12

Unga Ísland - 01.10.1941, Side 12
dökkan á lit og mjúkan eins og hun- ang. Mamma hennar hafði ekki nokkra hugmynd um þetta, ekki einu sinni mamma hennar. En þarna, á þess- um afvikna stað undi Tassai sér tím- iim saman. Hún ætlaði að búa til fal- legasta leirker í heimi. En það var svo ósegjanlega erfitt að búa til verulega fallegt ker. Hún hnoðaði leirinn, mót- aði, strauk og sléttaði ker eftir ker líkt því, er hún hafði séð móður sína gera, en dýrgripurinn vildi ekki koma. Aldrei gafst hún upp og loks- ins, ioksins var það einn daginn, að það var engu líkara en að eitt kerið skapaðist sjálft í höndunum á henni. Hvílíkt furðuverk! Hún' gat tæpast trúað sínum eigin augum/er hún horfði v á það, svo fagui't var það. Svo alveg ó- segjanlega fagurt. Hún skoðaði það i krók og kring og áköf geðshræring og heitur fögnuður leið um brjóst hennar. Svo málaði hún á það ýmsar teikn- ingar ,sem áttu að tákna himininn, skýin, regnið og fjöllin, bakaði það síðan og þurrkaði. Og er þessu öllu var lokið, vissi hún með sjálfri sér, að yndislegra ker hefði aldrei fyrr verið búið til í þessum heimi. Hún óf um það rifrildi úr gömlu teppi og faldi það vandlega. Þar skyldi það bíða nnz hinn rétti tírni kæmi. Upp frá þessu snerust allar hugsanir hennar, þegar hún var að vinna úti á akrinum og hvað, sem hiin tók sér fyrir hend- ur, um þetta dásamlega ker. Og hún gat naumast beðið eftir því, að sá tími kæmi, að hún mætti sýna mömmu sinni og öllu hinu fólkinu það. Hvar sem hún var, fór kerið aldrei úr huga hennar, og í huga hennar skapaðist smátt og smátt lítið ljóð, er hún raulaði með sjálfri sér. Sjálf hafði hún búið til lagið og þegar hún söng, vildu fætur hennar stöðugt fá að dansa eftir hljóðfallinu í hennax' eig- in lagi: Þao er svo fagurt rnitt ker. Aðeins máninn er fagur, sem það. Það gjitrar, glóir og syngur. Mitt mánaker syngur hjá mér. Svo fagurt, svo fagurt. Svo hnöttótt og fagurt. En það voru fleiri en Tassai, sem biðu með óþreyju eftir hinum „mikla degi“ og var þetta ástæðan: Skömmu áður en Tassai tók að búa til kerið sitt hafði yfirmaður þorpsins kallað sam- an íbúana á þann stað, þar sem þorps- búar héldu venjulega fundi sína und- ir berum himni. Hann sagði þar frá þvi, að ákveðið væri að íbúar þriggja Indí- ánaþorpa kæmu þar saman til veizlu- halds að nokkrum tíma liðnum. Hver maður, hver lcona og jafnvel hver unglingur er til mótsins kæmu, skyldu liafa með sér einhvern hlut, gerðan af eigin höndum. Ástæðan fyrir þessu var UNGA ÍSLAND 122

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.