Unga Ísland - 01.12.1949, Síða 10
8
„rektu þig ekki í veggina, systir mín góð,
rektu þig ekki í veggina, gakktu með mér.“
Koma þær inn að húsdyrum og sæmiíega fer
koma þær inn að húsdyrum og tala ekki orð,
— þar situr fólkið við tedrykkjuborð,
þar situr fólkið og drekkur svo glatt,
fremstur situr hann afi með parruk og hatt,
fremstur situr hann afi og anzar um sinn:
„Kom þú sæl, dóttir mín, velkomin inn,
kom þú sæl, dóttir mín, sittu hjá mér,
— nú er uppi teið og bagalega fer,
nú er uppi teið, en ráð er við því,
ég skal láta hita það aftur á ný,
ég skal láta hita það helzt vegna þín,
— heilsaðu öllu fólkinu, kindin mín,
heilsaðu öllu fólkinu og gerðu það rétt.“
Kyssir hún á hönd sína, og þá er hún nett,
kyssir hún á hönd sína og heilsar án móðs;
allir í húsinu óska henni góðs,
allir 1 húsinu þegar í stað
taka til að gleðja hana, satt er það,
taka til að gleðja hana. Ganga svo inn
Guðný og Rósa með teketilinn.
Guðný og Rósa með glóðarker.
Anzar hann afi: „Nú líkar mér;“
anzar hann afi við yngra Jón þá:
„Taktu ofan bollana og skenktu þar á,
taktu ofan bollana og gáðu að því,
sparaðu ekki sykrið að hneppa þar í,
sparaðu ekki sykrið, því það hef ég til,
allt vil ég gera Guðrúnu í vil,
allt vil ég gera fyrir það fljóð;
langar þig í sírópið, dóttir mín góð?
langar þig í sírópið?" afi kvað.