Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 11
9
„Æi ja ja, dáindi þykir mér það.
Æi ja ja, dáindi þykir mér te.“
„Má ég bjóða þér mjólkina?“ — „Meira en svo sé.“
„Má ég bjóða þér mjólkina? Bíð þú þá við.
Sæktu fram rjóma í trogshornið,
sæktu fram rjóma, Vilborg, fyrst,
— vertu ekki lengi, því stúlkan er þyrst,
vertu ekki lengi, því nú liggur á.“
Jón fer að skenkja á bollana þá,
Jón fer að skenkja, ekki er það spé,
sírópið, mjólkina, sykur og te,
sírópið, mjólkina; sýpur hún á,
sætt mun það vera; sýpur hún af lyst,
þangað til ketillinn allt hefur misst,
þangað til ketillinn þurr er 1 grunn,
þakkar hún fyrir með hendi og munn,
þakkar hún fyrir og þykis't nú hress.
„Sittu nokkuð lengur til samlætis,
sittu nokkuð lengur, sú er mín bón.“
Kallar hann afi á eldra Jón,
kallar hann afi: „Kom þú til mín,
— sæktu ofan í kjallara messuvín,
sæktu ofan í kjallara messuvín og mjöð,
ég ætla að veita henni, svo hún yerði glöð,
ég ætla að veita henni vel um stund.“
Brátt kemur Jón á föður síns fund,
brátt kemur Jón með brennivínsglas,
þrífur hann staupið, þó það sé^nas,
þrífur hann staupið og steypir þar á;
til er henni drukkið og teygar hún þá,
til er henni drukkið ýmislegt öl,
glösin og skálarnar skerða hennar böl,
glösin og skálarnar ganga um kring,
gaman er að koma á svoddan þing,