Unga Ísland - 01.12.1949, Page 13
Guðmundur Kamban:
Einar Benediktsson
Grein þessi er þýdd úr ritgerðasafni Guðmundar Kambans,
„KVALITETSMENNESKET“ (Hæfileikamaðurinn). Kom
hún fyrst út í danska stórblaðinu „Berlingske Tidende", og
er, eins og höfundur tekur fram, aðeins rammi um þýð-
ingar á nokkrum kvæðum Einars, er Kamban gerði siðustu
ár ævi sinnar.
Þegar maður minnist Einars Benediktssonar hvarflar
hugurinn ósjálfrátt til sögualdarinnar, því á síðari öldum
mun vart hafa verið uppi maður, sem var umvafinn slík-
um æfintýraljóma og hann.
Og sagan þekkir ekkert skáld, sem líkja mætti honum
við.
Þegar maður les íslenzku blöðin núna eftir fráfall hans')i
kemur manni í hug viðurkenning sænsku blaðanna á þýð-
ingu Strindbergs eftir dauða hans, 14. maí 1912. Eins og
öll sænska þjóðin virtist þá vakna til skilnings á því, að
hún ætti á bak að sjá mesta leikritaskáldi sínu, líkt er
íslendingum farið þessa dagana. Það er engu líkara en
að þeim yrði það fyrst ljóst hinn 12. jan. í ár, að undan-
farin 75 ár hefði meðal þeirra lifað mesta skáld þjóðar-
innar að fornu og nýju. Einar Benediktsson yar hinn síð-
asti úr hinum fræga stórskáldahóp nítjándu aldarinnar.
En hann var ennþá meira en stórskáld, hann var tröll-
aukinn.
Einar Benediktsson var fæddur 31. okt. 1864 á Elliða-
1) Greinin er skrifuð 1940.