Unga Ísland - 01.12.1949, Side 14
12
vatni við Reykjavík. Faðir hans, Benedikt Sveinsson, var
dómari í landsyfirréttinum og bjó stórbúi á Elliðavatni.
Eftir dauða Jóns Sigurðssonar árið 1879, hélt Benedikt
áfram stjórnmálabaráttu hans til æviloka, 1899. Eldri kyn-
slóðin hefur jafnan álitið Benedikt Sveinsson mesta ræðu-
mann þingsins í manna minnum. Þessi sérgáfa gekk í arf
til sonarins, sem var hinn mesti snillingur í samræðu-
list, en hið kalda stolt hans er ef til vill úr móðurættinni.
Foreldrar skáldsins voru jafningjar, bæði stórgerð og vilja-
föst. Að sumu leyti voru þau andstæður — jökull og eld-
fjall — og það leiddi til þess, að þau slitu samvistir, er
Einar var tíu ára gamall. Hann fylgdi föður sínum er hann
flutti til Norðurlands og gerðist sýslumaður 1 Þingeyjar-
sýslu.
Einar lauk stúdentsprófi við latínuskólann nítján ára
gamall. Átta árum síðar tók hann embættispróf í lög-
fræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Það var árið 1892.
Næstu árin dvaldi hann á æskuheimili sínu og aðstoðaði
föður sinn við embættisverkin, en árið 1896 flutti hann til
höfuðstaðarins og gerðist stofnandi og ritstjóri að blað-
inu Dagskrá, er kom út sem vikublað í tvö ár, en var svo
breytt í dagblað — hið fyrsta á íslandi.
Á ritstjórnarárum sínum gefur hann út fyrstu ljóða-
bók sína (1897). Þá þegar hafði hann fundið sitt eigið
ljóðform og stíl. En mjög fáir urðu til þess að viðurkenna
hinn unga snilling. Um þetta leyti kvæntist hann ungfrú
Yalgerði Zoéga og setti upp málafærsluskrifstofu í bæn-
um. En árið 1904 sótti hann um sýslumannsembættið í
Rangárvallasýslu. Hann setti þar upp stórbú og lifði að
höfðingjasið. Einkum voru hinir 40 reiðhestar hans fræg-
ir í nærsveitunum. Meðan hann var sýslumaður ferðaðist
hann til ítalíu í fyrsta skipti, og árið 1906 gaf hann út
ljóðasafnið Hafblik, sem þrátt fyrir forynjur þröngsýnnar
gagnrýni aflaði honum brátt viðurkenningar sem mesta