Unga Ísland - 01.12.1949, Page 15
13
skáld þjóðarinnar. Árið eftir fékk hann lausn frá emb-
ætti. Hann hugðist breyta algerlega um lifnaðarhætti.
Hann hafði þegar komið auga á náttúruauðæfi landsins
og dreymdi stóra drauma í sambandi við þau. Og hann
hugði, að eigi vantaði annað en erlent auðmagn til þess
að gera þessa drauma að veruleika. Og nú tók hann sér
þá kvöð á herðar að afla þessa fjár.
Einar hafði ekki komið fram sem f jármálamaður í stór-
um stíl, nema ef til vill einu sinni, áður en hann varpaði
sér út í æfintýrið í alvöru. Hann var upphafsmaður að
stofnun íslandsbanka. En eftir það hafði hann engin af-
skipti af því fyrirtæki. Hann fór sínar eigin leiðir. Og
fyrsti áfangi hans á leið til fjár og frama var Edínborg.
Hann settist þar að með fjölskyldu sinni árið 1907.
Löngu áður, eða árið 1901, hafði hann gefið þjóð sinni
snilldar-þýðingu sína af Pétri Gaut. Margt bendir til þess,
að er hann tók að glíma við þessa stórbrotnu persónu
Ibsens, hafi hann losað sig við ýmsar hömlur í hugsana-
lífi sjálfs sín. En hér er ekki unnt að koma inn á sál-
greiningu í þessu sambandi. Einar er 45 ára þegar hann
yfirgefur ættjörðina. Það er nokkuð seint til að byrja að
brjóta sér braut erlendis, en um leið vitnar það um óbil-
andi kjark.
Hin langa ferð hans stendur yfir í 21 ár. Allan þann
tíma er hann að mestu leyti búsettur erlendis, en dvelur
heima á sumrum með fjölskyldu sína. Öðru hverju gefur
hann út ljóðabók — venjulega 7. hvert ár. Á þessum árum
fara milljónaupphæðir um hendur hans. Eitt árið er hann
kannski stórauðugur, næsta ár bláfátækur, en þó sjaldn-
ar. Árið 1908 flytur hann frá Skotlandi til Kaupmanna-
hafnar og býr þar til 1911. Veltur þá á ýmsu fyrir hon-
um. Eftir Hafnardvöl sína flytur hann til Lundúna og á
heima í sjö ár á gömlu biskupssetri vestan við borgina.
Börn hans ganga á beztu skóla borgarinnar, heimili hans