Unga Ísland - 01.12.1949, Page 17
15
brautarlagninga, verksmiðja og hafna misheppnaðist —
lauslega álitið — af þrem ástæðum. Hin fyrsta var heims-
styrjöldin, er varaði of lengi, önnur var sú, að á stríðs-
árunum kom fram á sjónarsviðið þýzk uppfinning að til-
búnum áburði, og þriðja ástæðan var, að umsóknir hans
um einkaleyfi voru dregnar á langinn ár eftir ár af hin-
um ýmsu nefndum og ráðum Alþingis. Allt þetta varð
til að kollvarpa áformum hans.
Og það er líka yfirborðsleg staðhæfing, að aðeins list
hans hafi heppnazt fyrir honum. Tilgangur listar hans
gerði það. í raun og veru sá hann margar af hinum djörf-
ustu skáldsýnum sínum rætast — en aðeins fyrir atbeina
annarra. Annarra — er það nú víst? Án hans væri íslenzka
þjóðin ekki það, sem hún er í dag. Og það ber að skoða sem
viðurkenning á þessari staðreynd frá ríkisvaldinu, er það
ákveður að legstaður hans skuli vera á helgasta stað þjóð-
arinnar — Þingvöllum, þar sem merkustu synir landsins
eiga að hvíla í framtíðinni.
Blöðin hafa gert sér far um að skýra ástæðuna til þess
að honum tókst að vinna tiltrú ýmissa peningafursta, og
skýringin er sú sama og jafnan hefur verið haldið á lofti:
Náðargjöf guðanna til handa þessum manni. Höfðinglegt
útlit hans og stórglæsileg framkoma ásamt snilld hans í
viðræðum og ómótstæðilegum hæfileika til að sannfæra
aðra og fá þá á sitt mál. Allt þetta skal viðurkennt. En
samt sem áður trúum vér ekki á að þessi skýring sé ein-
hlít. Erlendir fjármálamenn eru æfðir 1 að standast allar
freistingar — einnig náðargjafir guðanna — en aftur á
móti kemur það fyrir að þeir fallist á geníalar fyrirætl-
anir, séu þær íklæddar framkvæmanlegum búningi. Hver
eftir aðra af hinum miklu fyrirætlunum Einars Benedikts-
sonar eru að því komnar að verða að veruleika. Og þegar
•svo er komið, er sennilegt, að allur fjöldinn fari að skilja
hann.