Unga Ísland - 01.12.1949, Page 20
18
Hið dramatíska verður brotabrot. Eins og til dæmis 1 eft-
irfarandi:
Hann er staddur í búð. fornsala eins í Suðurlöndum.
Ljómandi falleg ung stúlka, varla komin af barnsaldri,
gengur inn í búðina. Það er ekki í fyrsta skipti, en kannske
hið síðasta er hún kemur þangað. Hún hefur borið heimili
móður sinnar í smáhlutum til skransalans, Gyðingsins. Nú
ætlar hún að selja honum fiðluna sína. Skáldið, sem þekk-
ir hljóðfærið, verður meira en hissa er hann heyrir hvað
hún á að fá fyrir fiðluna. Stúlkan grátbiður um að fá
dálítið meira. Fær neitun. Hún hikar — ógleymanlegt
augnablik. Svo kastar hún fiðlunni á búðarborðið — stolt
hennar er ógleymanlegt. ... Dramatískt efni — sögulegt
— og sjaldgæft í ljóðum skáldsins. Hann ætlar að not-
færa sér það og yrkir tvö ógleymanleg erindi, sem hann
kallar Skriflarabúðin — og lætur prenta þau sem brot.
Og hvílíkt snilldarverk hefði kvæðið ekki orðið:
Okrarans höfuð, hrokkið og grátt,
hvimaði’ um hillur og snaga.
Melrakka-augað var flóttaflátt,
flærðin rist í hvern andlitsdrátt
og glottið ein glæpasaga. —
Hann hafði ævinnar löngu leið
leikið sér frjáls að tárum og neyð
og óheftur ginið við gróðans veið,
geymdur helvítis aga.
En hin stórbrotna list Einars Benediktssonar á skilið að
ritað sé ítarlegar um hann en hér er tími til, og kannske
verður hann ekki metinn til fulls af samtíðinni.
/
Jón Björnr.son íslenzkaði.