Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 21
Selma Lagerlöí:
Barnið í Betlehem
Fyrir utan hlið Betlehems stóð rómverskur kesjumað-
ur á verði. Hann var í herklæðum, með hjálm á höfði, bar
stutt sverð við hlið sér og hélt á löngu spjóti í hendi sér.
Allan daginn stóð hann næstum hreyfingarlaus, svo að
beinlínis mætti ætla, að hann væri úr tómu járni. Bæjar-
búar gengu út og inn um hliðið, betlarar höfðust við í
skugga porthvelfingarinnar, ávaxtasalar og vínsalar settu
karfir sínar og ker á jörðina við hlið hermannsins, en hann
lét sér varla verða að vegi að snúa höfðinu við til að líta
til þeirra.
Það var sem hann segði, að hér væri ekkert á að horfa.
Hváð varðar mig um ykkur, sem vinnið og verzlið og burð-
izt með viðsmjörskrukkur og vínbelgi! Ég vil sjá stríðs-
her, sem fylkir til orustu gegn óvinunum! Ég vil sjá ring-
ulreiðina og bardagaheiftina, þegar riddarasveit kastar
sér yfir múg fótgöngumanna! Ég vil sjá hrausta menn
koma hlaupandi með áhlaupsstigana, til að komast upp
á múr hinnar umsetnu borgar! Það er stríð, og ekkert
annað, sem veitir augum mínum gleði. Ég þrái að sjá
erni Rómar blika í loftinu! Ég þrái dunur koparlúðranna,
hin blikandi vopn, og rauðar blóðslettur!
Rétt fyrir utan hlið bæjarins lá fagurt engi þéttvaxið
liljum. Kesjumaðurinn einblíndi á degi hverjum í þá átt
sem engið var, en þó datt honum aldrei í hug að dást
að hinni undraverðu fegurð blómanna. Öðru hvoru tók
2*