Unga Ísland - 01.12.1949, Page 23
21
Hið fyrsta, sem hann tók eftir, var það, að þegar sveinn-
inn hljóp yfir engið, var sem hann svifi á grasbroddun-
um. En þegar hann fylgdist seinna með leikum hans, óx
þó undrun hans enn meir. „Það sver ég við sverð mitt,“
sagði hann að síðustu, „að þetta barn leikur sér ekki eins
og önnur börn! Hvað getur það haft fyrir stafni?“
Barnið var að leikum sínum aðeins fáein skref frá her-
manninum, svo að hann gat séð, hvað það hafðist að. Hann
sá að hann rétti út höndina, til að ná í býflugu, sem sat
á rönd blómbikars eins og var svo hlaðin blómdusti, að
hún gat varla hafið vængina til flugs. Sér til mikillar
undrunar sá hann, að býflugan lét taka sig, án þess að
reyna til að sleppa eða nota brodd sinn. En þegar dreng-
urinn hafði fengið gott tak á flugunni millum tveggja
fingra sér, hljóp hann að rifu í múrnum, þar sem býflugna-
sveimur átti heima, og setti hana niður þar fyrir utan.
Og þegar hann hafði hjálpað einni býflugu á þennan hátt,
flýtti hann sér burt til að hjálpa annarri til. Allan dag-
inn sá hermaðurinn hann grípa býflugur og bera heim
til þeirra.
Þessi drengur er sannarlega heimskari en nokkur, sem
ég hef séð fyrr, hugsaði hermaðurinn. Hvernig getur hon-
um dottið í hug að vera að hjálpa þessum býflugum, sem
geta svo vel farið ferða sinna án hans, og stinga hann þar
að auki með broddi sínum? Hvað skyldi verða úr honum,
ef hann lifir?
Drengurinn kom aftur dag eftir dag og lék sér úti á
enginu, og hermaðurinn gat ekki annað en furðað sig á
honum og leik hans. Það er undarlegt, hugsaði hann, að
ég hef staðið á verði í þrjú ár við þetta hlið, og þó hef ég
ekki séð neitt, er dregið gæti að sér athygli mína, nema
þetta barn.
En hermaðurinn hafði ekki að neinu leyti gleði af barn-
inu. Þvert á móti fékk það hann til að hugsa um hræði-