Unga Ísland - 01.12.1949, Síða 24
22
legan spádóm, er gamall Gyðingaspámaður hafði spáð.
Hann hafði nefnilega spáð, að einhverntíma myndi friðar-
öld renna upp yfir jarðríki. í þúsund ár skyldi engu blóði
úthellt verða, ekkert stríð vera háð, en mennirnir skyldu
elskast sem bræður. Þegar hermaðurinn hugsaði til þess,
að svo hræðilegur spádómur gæti rætzt, fór hrollur um
hann og hann greip fast um spjótjð, sem hann leitaði
stuðnings.
Og því fleira sem hermaðurinn sá til sveinsins og leika
hans, því oftar varð honum að hugsa um þúsund ára frið-
arríkið. Að vísu gerði hann sér ekki áhyggjur út af því,
að það væri þegar komið, en honum þótti ekki skemmti-
legt að vera neyddur til að hugsa um nokkuð svo við-
bjóðslegt.
Einn dag þegar sveinninn lék sér meðal blómanna á hinu
fagra engi, skall yfir helliskúr. Þegar barnið sá, hve stórir
og þungir droparnir voru, sem féllu á fíngerðar liljurn-
ar, varð hann augsýnilega kvíðafullur út af þessum fögru
vinum sínum. Hann hljóp að hinni stærstu og fegurstu
af þeim og sveigði stinnan legginn, er blómin sátu á,
niður að jörðu, svo að regndroparnir lentu á bikarnum
utanverðum. Og þegar hann hafði gengið þannig frá ein-
um stöngli, flýtti hann sér til hins næsta og beygði legg-
inn á sama hátt, svo að bikararnir sneru niður, og svo fór
hann til hins þriðja og fjórða, unz öll blómin á enginu
voru óhult fyrir steypiregninu.
Hermaðurinn brosti með sjálfum sér, er hann sá að-
farir drengsins. — Ég er hræddur um, að liljurnar þakki
honum ekki fyrir þetta, sagði hann. Hver einasti stöngull
er auðvitað brotinn. Það er ekki hægt að sveigja stinn
blóm á þenna hátt.
En þegar regndemban var loksins um garð gengin, sá
hermaðurinn litla drenginn hlaupa til liljanna og rétta
þær við. Og honum til ósegjanlegrar undrunar sveigði