Unga Ísland - 01.12.1949, Qupperneq 25
23
barnið hina stinnu stöngla, svo að þeir urðu beinir aftur,
án hinna minnstu örðugleika. Það kom 1 ljós, að ekki einn
einasti var brotinn eða skemmdur. Hann hljóp blóm frá
blómi og allar liljurnar, er hann hafði bjargað, ljómuðu
aftur yfir engið í allri sinni dýrð.
Þegar hermaðurinn sá þetta, varð hann gripinn kynlegri
gremju. — Hverskonar barn. er hann eiginlega! hugsaði
hann. Það er óskiljanlegt, að hann skuli getað fundið
upp á annarri eins vitleysu. Hvaða maður skyldf verða
úr honum, þegar hann þolir ekki einu sinni að sjá liljur
fara forgörðum. Hvernig skyldi fara, ef hann eða hans
líkar væru sendir í hernað! Hvað skyldi hann gera, ef
hann fengi skipun um að kveikja í húsi fullu af konum
og börnum, eða bara skip í kaf, sem flýtur á hafinu með
allri áhöfn?
Aftur datt honum í hug gamli spádómurinn og hann fór
að bera kvíðboga fyrir, að sá tími væri í raun og veru
kominn, er hann skyldi rætast. Fyrst að barn eins og þetta
barn er í heiminn borið, hugsaði hann, þá er skelfingar-
tíminn ef til vill á næstu grösum. Hú þegar ríkir friður
um víða veröld, og hernaðaröldin kemur vissulega aldrei
aftur. Héðan af verða allir menn eins skapi farnir og þetta
barn. Þeir munu óttast að valda hver öðrum tjóni, og
munu jafnvel ekki fá sig til að tortíma býflugu eða blómi.
Engin afreksverk munu verða drýgð, enginn glæsilegur
sigur unninn, og enginn ljómandi sigurvegari mun halda
til Kapitolium. Hraustur maður hefur ekkert að þrá fram-
ar.
Og rómverski hermaðurinn, sem vonaðist sífellt eftir að
taka þátt í nýjum styrjöldum og þráði að hefja sig til
valda og auðæfa með afreksverkum sínum, fylltist slíkri
æsingu gegn þessum litla þriggja vetra sveini, að í næsta
skipti, er hann hljóp fram hjá, ógnaði hann honum með
spjóti sínu.