Unga Ísland - 01.12.1949, Síða 28
26
jarðar, utan við sig af ótta við þá hættu, sem yfir hon-
um vofði, tók um barnið báðum höndum, lyfti því upp
og saup allt sem hann gat af vatninu úr höndum þess.
Það voru reyndar bara nokkrir dropar, sem hann fékk
á tunguna á þennan hátt, en það þurfti ekki heldur meira.
Undir eins og hann hafði bragðað vatnið, streymdi um
hann mildur svali og hann fann ekki lengur til þess, að
hjálmur og brynja brenndu sig og þyngdu niður. Sólar-
geislarnir höfðu misst allt drápsafl sitt. Þurru varirnar
hans urðu aftur mjúkar og rauðu logarnir dönsuðu ekki
lengur fyrir augum hans.
Áður en hann hafði fengið tíma til að taka eftir þessu
öllu, hafði hann sett barnið niður aftur, og það hljóp aft-
ur um á enginu og lék sér. Þá sagði hann undrandi við
sjálfan sig: Hvaða vatn var það, sem barnið færði mér.
Það var dýrlegur drykkur. Ég verð þó að sýna þakklæti
mitt.
En af því að hann hataði drenginn, bægði hann fljót-
lega slíkum hugsunum frá sér. Þetta er þó bara barn,
hugsaði hann, og hann veit ekki, hversvegna hann gerir
þetta eða hitt. Hann leikur aðeins þann leik, sem hon-
um líkar bezt. Skyldu býflugurnar eða liljurnar sýna hon-
um þakklæti? Ég þarf engin óþægindi að baka mér, vegna
þessa piltunga. Hann veit ekki einu sinni, að hann hefur
hjálpað mér.
Nokkrum augnablikum síðar varð hann því enn gram-
ari yfir barninu, ef hann hefði getað gramari orðið, þegar
hann sá yfirmann þeirra rómversku hermanna, er setu
höfðu í Betlehem, koma út úr hliðinu. Sjáið, hugsaði hann,
hvaða hættu uppátæki krakkans gat stofnað mér í! Hefði
Voltigius komið hér mínútu fyrr, hefði hann séð mig
standa með barn í fanginu.
Höfuðsmaðurinn gekk beint til varðmannsins og spurði
hann, hvort þeir gætu talað saman, svo að enginn heyrði