Unga Ísland - 01.12.1949, Qupperneq 33
31
lægt þrúgnaklösunum og öllu hinu góðgætinu, án þess að
rétta út höndina og taka það.
Að síðustu var það einn drengurinn, sem ekki gat leng-
ur haldið forvitni sinni í skefjum. Hann nálgaðist einn
hinna járnklæddu hægum skrefum, búinn til að flýja hið
bráðasta, og þegar hermaðurinn stóð hreyfingarlaus gekk
hann nær. Loks var hann svo nálægt honum, að hann
gat snert við skóreimum hans og legghlífum.
Og eins og þetta hefði verið fáheyrður glæpur, komust
þessir járnmenn allt í einu allir á hreyfingu. í ósegjanlegu
æði réðust þeir allir á börnin og gripu þau. Sumir sveifl-
uðu þeim yfir höfði sér eins og kastvopnum og vörpuðu
þeim á milli lampa og blómfesta niður í hallargarðinn,
þar sem höfuð þeirra moluðust á marmaragólfinu. Sumir
drógu sverð sín úr slíðrum og lögðu börnin í hjartastað,
en aðrir moluðu höfuð þeirra við vegginn, áður en þeir
köstuðu þeim niður í koldimman garðinn.
Fyrsta augnablikið eftir árásina ríkti dauðaþögn. Litlu
líkamarnir svifu enn í loftinu, konurnar voru steini lostn-
ar af skelfingu. En svo vöknuðu þessar ógæfusömu kon-
ur allar í senn í skilning á því, sem gerzt hafði, og með
einróma skelfingarópi réðust þær gegn hermönnunum.
Enn voru allmörg börn uppi á svölunum, sem ekki höfðu
verið gripin í fyrstu árásinni. Hermennirnir eltu þau og
mæðurnar köstuðu sér niður fyrir framan þá og gripu
berum höndum um sverðseggjarnar til að afstýra bana-
högginu. Nokkrar konur, sem þegar höfðu misst börn sín,
réðust gegn hermönnunum, gripu fyrir kverkar þeirra og
reyndu að hefna barna sinna, með því að kyrkja þá.
Meðan að allt var á tjá og tundri, höllin bergmálaði af
skelfingarópum og hin grimmdarlegu ofbeldisverk voru
framin, stóð hermaðurinn, sem vanur var að halda vörð
við hlið bæjarins, alveg hreyfingarlaus við stigann, sem
lá niður af svölunum. Hann tók^ekki þátt í bardaganum