Unga Ísland - 01.12.1949, Síða 34
32
eða morðunum, en lyfti aðeins sverði sínu gegn þeim kon-
um, sem heppnaðist að ná börnum sínum og reyndu að
flýja með þau niður stigann, og það var nóg að þær að-
eins sæju hann, þar sem hann stóð skuggalegur og hreyf-
ingarlaus, því að svo óttalegur var hann, að hinar flýjandi
konur steyptu sér heldur yfir grindurnar eða sneru aftur
inn þangað sem bardaginn geysaði, en að leggja sig í þá
hættu, að ryðja sér braut fram hjá honum.
— Voltigius hefur sannarlega gert rétt í því að skipa
mig á þennan vörð, hugsaði hermaðurinn. Ungur og ógæt-
inn hermaður, hefði yfirgefið varðstöðu sína og ráðizt inn
í þvöguna. Hefði ég látið ginna mig héðan hefði að minnsta
kosti tugur barna sloppið undan.
Þegar hann hugsaði þetta, beindist athygli hans að ungri
konu, sem hafði gripið barn sitt og kom móti honum á
hröðum flótta. Enginn af hermönnum þeim, er hún varð
að fara fram hjá, gat varnað henni leiðarinnar, þeir voru
að berjast við aðrar konur, og þannig hafði hún komizt
út á enda svalanna.
Þarna er ein, sem er alveg að sleppa, hugsaði hermað-
urinn. Hvorki hún né barnið eru særð. Ef ég væri nú
ekki hér.--------
Konan kom móti hermanninum með slíkum hraða, að
það var sem hún flygi, og hann fékk ekki tíma til að sjá
andlit hennar eða barnsins greinilega. Hann lagði sverði
sínu gegn þeim og hún hljóp á það með barnið í örmum
sér. Hann bjóst við, að bæði hún og barnið myndi falla
lögð í gegn til jarðar á næstu svipstundu.
En í því heyrði hermaðurinn reiðilegt suð yfir höfði sér
og strax á eftir fann hann til ákafra kvala í öðru auganu.
Þær voru svo miklar og sárar, að hann varð sljór og
ruglaður og sverðið féll úr hendi hans.
Hann bar höndina upp að auga sér, greip býflugu og