Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 35
33
skildi, að það, sem hafði valdið þessum hræðilega sárs-
auka væri aðeins stungan eftir brodd þessa litla dýrs.
Með eldingarhraða beygði hann sig eftir sverði sínu í von
um að enn þá væri ekki of seint að stöðva hina flýjandi
konu með barnið.
En litla býflugan hafði staðið sig vel. Á þeirri stuttu
stund, sem hún hafði blindað hermanninn, hafði hin unga
móðir skundað niður tröppurnar og þótt hann flýtti sér
á eftir henni, gat hann ekki fundið hana. Hún var horfin
og í allri hinni miklu höll, gat enginn fundið hana.
Næsta morgun stóð kesjumaðurinn ásamt nokkrum fé-
lögum sínum á verði utan við hlið bæjarins. Það var
snemma dags og hinum þungu grindum hafði nýlega ver-
ið lokið upp. En það var eins og enginn hefði búizt við
að þeim yrði lokið upp þennan morgun, því að engir hóp-
ar akuryrkjumanna streymdu út úr bænum þennan morg-
un, eins og venjulega. Allir Betlehemsbúar voru svo fyllt-
ir skelfingu eftir blóðbaðið kveldið áður, að enginn þorði
að fara heiman að frá sér.
„Það sver ég við sverð mitt,“ sagði hermaðurinn, þar
sem hann stóð og starði niður eftir hinni þröngu götu,
sem lá að hliðinu, „að ég held að þetta hafi verið óhyggi-
leg ákvörðun af Voltigiusi. Það hefði verið betra, að hafa
hliðin lokuð og láta rannsaka hvert hús í bænum, unz
hann hefði fundið drenginn, sem slapp úr veizlunni. Volt-
igius gerir ráð fyrir, að foreldrar hans muni reyna að koma
honum héðan, undir eins og þau fá að vita, að hliðin
standa opin, og hann vonar, að ég grípi hann hér í sjálfu
hliðinu. En ég er hræddur um að það sé ekki gáfulegur
útreikningur. Hversu auðveldlega getur þeim ekki tekizt
að fela eitt barn!“
Og hann hugleiddi, hvort þau myndu reyna að fela
Unga ísland
3