Unga Ísland - 01.12.1949, Page 37
35
„Hvað er þar að sjá? Það er ekki annað en brauð og
vín, sem við eigum að lifa á yfir daginn.“
„Verið getur, að þú segir satt,“ sagði hermaðurinn, „en
ef svo er, hví snýr hún sér þá undan og hví lætur hún mig
ekki sjá af fúsum vilja, hvað hún ber?“
„Ég vil ekki, að þú sjáir það,“ sagði maðurinn, „og ég
ræð þér til að hleypa okkur fram hjá.“
Og í sama bili hóf maðurinn upp exi sína, en konan lagði
hönd sína á armlegg hans.
„Farðu ekki að berjast,“ sagði hún í bænarrómi. „Ég
vil reyna nokkuð annað! Ég ætla að láta hann sjá það
sem ég ber; ég er viss um að hann gerir því ekki mein.“
Og með stuttu og öruggu brosi, snéri hún sér að her-
manninum og lét laf af kyrtli sínum falla.
í sama bili veik hermaðurinn undan og lokaði augun-
um, eins og þau væru blinduð af sterkum ljósbjarma.
Það, sem hún bar undir kyrtli sínum, skein við honum
svo ljómandi hvítt, að hann gat ekki fyrst greint hvað
það var.
„Ég hélt, að þú hefðir barn á handleggnum,“ sagði hann.
„Þú sérð, hvað ég ber,“ svaraði konan.
Þá sá hermaðurinn loksins, að það, sem ljómaði og skein,
var ekki annað en vöndull af hvítum liljum, af sömu teg-
und og þær sem uxu á enginu. En ljómi þeirra var svo
langtum sterkari og skærari. Hann þoldi næstum ekki að
horfa á þær.
Hann stakk hendi sinni inn á meðal blómanna. Hann
gat ekki losað sig við þá hugsun að það væri barn, sem
konan bæri, en hönd hans fann ekki annað en hin svölu
blómblöð.
Hann fann til sárra vonbrigða, og í reiði sinni hefði
hann helzt viljað setja manninn og konuna í fangelsi, en
hann sá að hann gæti á engan hátt varið slíkt framferði.
3*