Unga Ísland - 01.12.1949, Qupperneq 38
36
Þegar konan sá, hvaða vöflur komu á hann, sagði hún:
„Viltu svo ekki lofa okkur að fara?“
Kesjumaðurinn þagði og lét spjótið falla, sem hann
hafði lokað hliðinu með, og gekk til hliðar.
En konan dró áftur kyrtil sinn upp yfir blómin um
leið og hún virti það fyrir sér, sem hún bar á handleggn-
um, með viðkvæmu brosi. „Ég vissi, að þú gætir ekki gert
því mein, þegar þú hefðir séð það,“ sagði hún við her-
manninn.
Og svo skunduðu þau leiðar sinnar, en varðmaðurinn
stóð og horfði á eftir þeim, meðan að þau voru í augsýn.
Og meðan að hann fylgdi þeim eftir með augunum,
fannst honum hann aftur vera viss um að hún hefði ekki
haft liljuvöndul í örmum sínum, heldur lifandi barn af
holdi og blóði.
En þegar hann stóð þannig og horfði á eftir göngu-
fólki þessu, heyrði hann há óp af götunni.
Það var Voltigius og nokkrir menn, sem komu æðandi.
„Stöðvaðu þau!“ æptu þeir. „Lokaðu fyrir þeim hliðinu!
Láttu þau ekki sleppa!“
Og þegar þeir komust til hermannsins, sögðu þeir, að
þeir hefðu fundið spor hins sloppna drengs, þeir höfðu
leitað hans heima hjá honum en hann hafði sloppið und-
an þeim aftur. Þeir höfðu séð foreldra hans skunda burt
með hann. Faðirinn var sterkbyggður, gráskeggjaður mað-
ur og bar exi í hendi. Móðirin var há, beinvaxin kona,
sem leyndi barninu undir kyrtli sínum.
í sama bili og Voltigius sagði frá þessu, kom Bedúini einn
ríðandi inn um hliðið á röskum hesti. Hermaðurinn æddi
að reiðmanninum án þess að segja nokkurt orð. Hann
hratt honum af baki með valdi, varpaði honum til jarð-
ar, og í einu stökki var hann sjálfur kominn á bak og
þeysti af stað.