Unga Ísland - 01.12.1949, Síða 39
37
Nokkrum dögum seinna reið hermaðurinn yfir hina
hræðilegu fjallaauðn, sem þekur suðurhluta Júdeu. Hann
veitti stöðugt flóttafólkinu frá Betlehem eftirför, og hann
var ekki með sjálfum sér, því að það var eins og þessi
árangurslausi eltingarleikur ætlaði aldrei að taka enda.
„Það er sannarlega útlit fyrir að þetta fólk geti sokkið
í jörð niður,“ muldraði hann. „Hversu oft hefi ég ekki ver-
ið svo nálægt þeim þessa dagana, að ég ætlaði að fara
að kasta spjóti mínu á eftir barninu, og samt hafa þau
sloppið. Ég fer að halda, að ég nái þeim aldrei.“
Hann brast kjark, eins og þeim, sem hefur á tilfinning-
unni, að hann berjist gegn einhverju, sem er honum of-
vaxið. Hann spurði sjálfan sig, hvort mögulegt væri að
guðirnir hefðu tekið þetta fólk undir vernd sína fyrir
honum.
„Þetta er til einskis, og ég ætla heldur að snúa við, áð-
ur en ég dey úr hungri og þorsta í þessari eyðimörk,“ sagði
hann hvað eftir annað við sjálfan sig.
En syo greip hann óttinn við það, sem myndi henda
hann, er hann kæmi heim jafn nær. Það var hann, sem
þegar hafði látið barnið sleppa tvisvar sinnum. Það var
ekki líklegt, að Voltigius eða Herodes myndu fyrirgefa
honum annað eins.
„Meðan að Herodes veit, að eitt af börnum Betlehems
er á lífi, verður alltaf sami kvíðinn yfir honum,“ sagði
hermaðurinn. „Líklegast er að hann leiti sér svölunar
í kvölum sínum með því að hengja mig á kross.“
Þetta var í hádegishitanum og hann þjáðist ákaflega á
reið sinni um þetta skóglausa fjalllendi eftir vegi, sem
bugðaðist um djúpar dalskorur, þar sem ekki bærðist hár
á höfði. Bæði hestur og reiðmaður voru að því komnir að
hníga út af.
Nú voru margar stundir liðnar, síðan að hermaðurinn