Unga Ísland - 01.12.1949, Síða 40
38
hafði misst gersamlega af slóð flóttamannanna og hann
var deigari en nokkru sinni fyrr.
„Ég verð að hætta við þetta,“ hugsaði hann. „Ég held
að það sé sannarlega ekki ómaksins vert, að elta þau leng-
ur. Þau hljóta, hvort sem er, að vera dauð í þessari hræði-
legu eyðimörk.“
Þegar hann hugsaði þetta, sá hann að í klettaveggnum
rétt við veginn var bogmyndaður gangur inn í helli einn.
Hann snéri þegar hesti sínum að hellismunnanum. „Ég
ætla að hvíla mig um stund í þessum svala helli,“ hugs-
aði hann. „Síðan get ég hafið eltingarleikinn með nýjum
kröftum."
Þegar hann ætlaði að ganga inn í hellinn, sá hann allt
í einu nokkuð merkilegt. Beggja megin munnans óx fög-
ur lilja. Þar stóðu þær, háar og beinar, alsettar blómum.
Þær gáfu frá sér ölvandi hunangsilm og býflugnasveimur
suðaði í kringum þær.
Þetta var svo undraverð sýn í þessari eyðimörku, að
hermaðurinn gerði það, sem hann hafði aldrei gert fyrr.
Hann sleit upp eitt hið stóra, hvíta blóm og bar með sér
inn í hellinn.
Hellirinn var hvorki djúpur né dimmur, og undir eins
og hann kom inn undir hvelfingu hans, sá hann, að þrír
menn voru þar fyrir. Það var maður, kona og barn, og
öll lágu þau á jörðunni og sváfu.
Aldrei hafði hermaðurinn fundið hjarta sitt slá, eins
og við þessa sjón. Þarna lágu flóttamennirnir þrír, sem
hann hafði verið að leita að. Og þarna lágu þeir sofandi,
án þess að geta varið sig, alveg og gersamlega á valdi
hans.
Sverð hans dróst glamrandi úr skeiðum og hann laut
ofan að sofandi barninu.
Hann stefndi sverðinu hljóðlega niður að hjarta þess
og miðaði vel til að drepa það með einni stungu.