Unga Ísland - 01.12.1949, Page 41
39
í miðri hreyfingu staðnæmdist hann eitt augnablik, til
að sjá andlit barnsins. Nú, þegar honum var sigurinn vís,
fann hann til grimmdarlegrar nautnar við að virða fórn-
arlamb sitt fyrir sér.
En þegar hann sá barnið, jókst gleði hans enn meir,
ef hún hefði getað meiri orðið, því hann þekkti litla dreng-
inn, sem hann hafði séð leika sér að býflugum og liljum
fyrir utan hliðið.
„Já, auðvitað,“ hugsaði hann, „það hefði ég átt að vita
fyrir löngu síðan. Það er þess vegna, aðtég hef alltaf hat-
að þetta barn. Það er hann, sem er sá friðarhöfðingi, er
spáð hefur verið um.“
Aftur lét hann sverðið síga um leið og hann hugsaði:
„Þegar ég legg höfuð þessa barns fyrir fætur Herodesar,
gerir hann mig vissulega að foringja lífvarðar síns.“
Og er hann færði sverðsoddinn nær hinu sofandi barni,
sagði hann við sjálfan sig í gleði sinni: „í þetta skipti
skal að minnsta kosti enginn koma og hrifsa þig út úr
höndunum á mér.“
En hermaðurinn hélt enn í hendi sér lilju þeirri, er
hann hafði slitið upp við hellismunnann, og meðan hann
stóð í þessum hugleiðingum flaug býfluga, er hafði falið
sig í bikar hennar, allt í einu upp og flaug hvað eftir
annað suðandi kringum höfuðið á honum.
Hermaðurinn hrökk saman. Allt í einu mundi hann eft-
ir býflugunum, sem litli drengurinn hafði hjálpað, og
hann mundi, að það var býfluga sem hafði hjálpað barn-
inu, til að sleppa úr gestaboði Herodesar.
Þessi hugsun laust hann undrun. Hann hélt sverðinu
kyrru og hlustaði á býfluguna.
Nú heyrði hann ekki lengur suðið í hinu litla dýri. En
þegar hann stóð alveg kyrr, tók hann eftir hinum sterka,
sæta ilmi, er streymdi frá lilju þeirri er hann bar í hendi
sér.