Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 42
40
Þá fór hann að hugsa um liljurnar, sem litli drengur-
inn hafði hjálpað og hann mundi, að það var liljuvöndull,
sem hafði falið barnið fyrir sjónum hans og hjálpað því
að sleppa í gegn um hliðið.
Hann hugsaði meir og meir og dró sverðið til baka.
„Býflugurnar og liljurnar hafa endurgoldið velgjörðir
hans,“ hvíslaði hann að sjálfum sér.
Og því næst fór hann að hugsa um að barnið hefði líka
einu sinni gert sér gott, og sterkur roði steig upp í and-
lit hans. ,
„Getur rómverskur hermaður gleymt að endurgjalda
greiða,“ hvíslaði hann.
T»»
Hann háði stutta baráttu við sjálfan sig.
Hann hugsaði til Herodesar og óskar sjálfs síns um að
ryðja hinum unga friðarhöfðingja úr vegi.
„Það sæmir mér ekki að drepa þetta barn, sem hefur
bjargað lífi mínu,“ sagði hann að lokum.
Og hann laut niður og lagði sverðið við hliðina á barn-
inu, svo að flóttamennimir gætu séð, er þau vöknuðu,
hvaða hættu þau hefðu sloppið undan.
Þá sá hann, að barnið var vaknað. Það lá og horfði á
hann með fögru augunum sínum, sem skinu eins og stjörn-
ur.
Og hermaðurinn beygði kné fyrir barninu.
„Herra, þú hinn máttugi," sagði hann. „Þú ert minn
voldugi sigurvegari. Þú ert sá, sem guðirnir elska. Þú
ert sá, er gengið getur á slöngum og skorpíónum.“
Hann kyssti fætur barnsins og gekk hljóðlega út úr
hellinum, meðan að drengurinn lá og horfði á eftir hon-
um með stórum, undrandi barnsaugum.