Unga Ísland - 01.12.1949, Side 44
42
við sögu. Vert er að geta að nokkrruættar hans. Hafði að
minnsta kosti einn maður úr hverjum ættlið orðið prest-
ur, en föðuhbræður hans þrír stofnuðu í Hollandi og Bel-
gíu listaverkaverzlanir, sem blpmguðust vel. Þessar arf-
.gengu hneigðir forfeðra sinna og frænda hlaut Vincent í
vöggugjöf. Hann var ákaflyndari en heittrúaðasti prestur
og gæddur meira skapandi afli en nokkurn listaverkasala
gat órað fyrir.
Hann elst upp í kyrrlátri sveitinni. Hann er geðstirður
og klunnalegur, en bróðir hans og faðir unna honum eigi
að síður mjög. Sextán ára gamall verður hann að fara að
vinna fyrir sér og fær starf við listverzluriina Goupil í
Haag, fyrir atbeina skyldmenna sinna. Hann virðist kunna
vel við starfið, og húsbændur hans eru ánægðir með hann.
Þeir vilja gefa honum kost á víðara verksviði og meiri
reynslu og senda hann til útibúsins í London. Eftir að
hann er þangað kominn, tekur hann þegar upp þá sið-
venju þeirra tíma að ganga með pípuhatt daglega og
.gleymir aldrei hattinum, er hann fer til yinnu sinnar í
Sauthampton Street. Hann leigir í veitingahúsi hjá
franskri konu og verður brátt ástfanginn af dóttur henn-
ar. Fer hann nú að fást við að teikna myndir. Á leiðinni
heim frá vinnu staldrar hann við á bökkum Thames og
gerir rissmyndir af ánni. Mun hann hafa þótt harla ein-
kennilegur unglingur á götum stórborgarinnar, hár og
rauðhærður, óframfærinn og einmanalegur og alltaf sokk-
inn niður í hugsanir sínar. Ástarævintýri hans verður
endasleppt. Dag nokkurn tjáir hann stúlkunni ást sína,
en fær þau kuldalegu svör, að hún gé þegar lofuð. Hann
tekur sér þessi málalok nærri, enda bæði skapheitur og
viðkvæmur, fær sér leigt annars staðar, en sorgin og von-
leysið hafa hann á valdi sínu. Einhverju sinni hrellir hann
einn skjólstæðing fyrirtækisins með því að fullyrða, að
listaverkasala sé aðeins ein tegund.^f skipulagsbundnum