Unga Ísland - 01.12.1949, Page 46
44
þjófnaði. Verður föðurbróðir hans þá til að biðja honum
vægðar, svo að hann sleppur við að vera rekinn úr stöð-
unni, en er í staðinn fluttur til útibúsins í París. Þangað
kemur hann í maímánuði árið 1875 og tekur við starfi
sínu.
En ástarharmurinn og umkomuleysi hans 1 erlendri stór-
borg og raunar allt, sem fyrir kemur, stuðlar að varhuga-
verðum umskiptum í lífi Vincents. í stað þess að skoða
París og njóta þess að geta verið samvistum við listamenn.
eins og hann átti þó kost á vegna vinnu sinnar í listverzl-
uninni, nær annað, ef til vill sterkasti þátturinn í fari
hans, algeru valdi yfir honum. Prestssonurinn fer að leita
sannleikans, hins algilda sannleika og guðs. Þegar vinnu er
lokið í búðinni, skundar hann beina leið heim í hreysi
sitt og les þar og kynnir sér biblíuna ásamt ungum Eng-
lendingi, Harry Gladwell að nafni. Hann helgar sig alger-
lega andlegum iðkunum og vanrækir allar aðrar skyldur
svo gersamlega, að hann hverfur án leyfis á braut úr verzl-
uninni, þegar mest er um að vera rétt fyrir jólin, og fer
heim til foreldra sinna. Fólki hans hnykkir við, er þvi
verður ljóst, í hve mikilli hugaræsingu hann er. Skömmu
seinna er hann rekinn úr þjónustu fyrirtækisins, og föð-
urbróðir hans, er mest hafði hjálpað honum, fæst ekki
lengur til að taka hann í ábyrgð sína. Ekki virðist Vincent
láta þetta neitt sérlega á sig fá, ef til vill er honum nú
hughægra. Hið einasta, sem hann.lætur sig nú varða, er,
hversu hann geti orðið öðrum að liði, fórnað sér fyrir með-
bræður sína.
Þegar hér er komið sögu, er van Gogh orðinn tuttugu
og þriggja ára. Hann rekst á auglýsingu í dagblaði um
kennarastöðu við einkaskóla í Ramsgate. Ræðst hann
þangað og kennir tungumál, seinna fer hann til Isleworth.
Hann lætur síðan af þessu erfiða og fremur illa launaða
starfi, til þess að hjálpa methodista-presti við sóknarstörf