Unga Ísland - 01.12.1949, Page 48
46
hans og skóla. Hann verður veikur og skrifar í veikind-
unum hjá sér á ensku: „Harmur er betri en hlátur,“ og
eitthvað svipað mun hafa hvarflað að honum skömmu
áður en hann deyr. Einu sinni enn fer hann heim fyrir
jólin og Vinnur því næst 1 bókaverziun í Dortrecht um
nokkurra mánaða skeið. En loks getur hann ákveðið sig.
Hann ætlar að verða prestur eins og hann hafði langað
til og algengt yar í ætt hans, fer til Amsterdam og gengur
í skóla.
Skólanámi hafði hann ungur hætt og ekki tekið stúd-
entspróf, svo að hann er neyddur til þess að leggja stund
á byrjunaratriði námsins, læra grísku og latínu. En erfið-
ið verður honum um megn. Hann gefst upp eftir rúmt
ár og leitar einu sinni enn á náðir foreldra sinna. Hann
hættir við þá fyrirætlan sína að stunda reglulegt háskóla-
nám, en hyggst samt leggja fyrir sig prestskap. Sumarið
1878 fer hann til Belgíu og gengur þar í trúboðsskóla. En
eirðarleysið er honum í blóð borið, og að þremur mánuð-
um liðnum hættir hann námi og gerist trúboði í Borinage,
sem er námahérað í sunnanverðri Belgíu. Þar fer hann
aftur áð /teikna myndir. Svo djúpt er hann snortinn af
því, sem fyrir augun ber, að honum þykir engan veginn
fullnægjandi að predika guðs orð og leggja fram krafta
sína við verk, sem nú á dögum myndu verða kölluð fé-
lagslegar umbætur: Hann finnur sig knúinn til að draga
upp myndir af fólkinu í kringum sig. Taugaveikifaraldur
geysar í byggðarlaginu, og stórslys verður 1 námunum, og
van Gogh verður námustjórninni að miklu liði, meðan
þessi ógæfa ríður yfir, en ekki er hann þó ánægður með
sjálfan sig. Hann hefur naumast enn fundið sína réttu
köllun. Hann teiknar og teiknar hvíldarlaust, og hægt og
með sígandi þunga verða straumhvörf í huga hans; hann
ákveður að teikna og mála og gera aldrei neitt annað. Fá-